Fara í innihald

Sviðslistafræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sviðslistafræði er þverfagleg fræðigrein sem notar hugtök úr sviðslistum, eins og flutning og sviðsetningu, til að rannsaka samfélagið. Sviðslistafræði leggur áherslu á að skoða félagslegar athafnir eins og helgiathafnir, íþróttaleiki, hátíðir, mótmæli og stjórnmál, með hugtökum fengnum úr leikhúsfræði, listfræði, heimspeki, menningarfræði, bókmenntafræði, mannfræði, þjóðfræði og samskiptafræði. Sviðslistafræði á sér rætur víða, en nefna má samstarf leikstjórans Richard Schechner og mannfræðingsins Victor Turner, málhafnakenningu heimspekingsins J. L. Austin og kyngjörninga Judith Butler sem áhrifavalda. Sviðslistafræði hafði mikil áhrif á félagsvísindi þar sem hún lagði áherslu á flutning menningar í félagslegu samhengi í andstöðu við skrásetningu menningarlegra afurða. Þannig olli sviðslistafræði breytingu á sjónarhorni frá trúarbrögðum að helgiathöfnum, frá sögum að sagnamennsku, og frá stjórnmálastefnum að sögulega staðsettum aðgerðum. Sviðslistafræði þróaðist sem fræðigrein við bandaríska háskóla á 7. og 8. áratugnum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.