Þjóðdans

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Jón biskup Helgi

Þjóðdans er almennt hugtak um þá dansa sem eiga uppruna sinn í menningarsögu landa. Hefðir eru mjög ríkjandi í þjóðdönsum þó þeir þróist líka. Þjóðdans er í ýmsum löndum dansaður af fólki sem hefur litla eða enga danskunnáttu, það er að segja áhugafólki , ekki atvinnudönsurum. Í upphafi var það þannig að fólk lærði dansinn hvert af öðru á samkomum, fylgdist með og lærði þannig. Þannig lifðu dansarnir kynslóð eftir kynslóð. Þjóðdansar voru dansaðir af alþýðunni og voru ekki hugsaðir sem sýningardansar þó þeir hafi orðið það í seinni tíð. Þjóðdansar eru yfirleitt dansaðir við þjóðlög eða þjóðlega tónlist.

Talið er að þeir dansar sem dansaðir voru á Íslandi þar til um 1800 hafi að uppruna verið fornir. Elstu heimildir um dans á Norðurlöndum eru reyndar frá Íslandi og er það íslenskum bókmenntum að þakka að svo snemma er getið um dans. Hins vegar má ekki skilja það svo að Íslendingar hafi lært dans fyrstir allra Norðurlandaþjóða. Fyrsta heimildin um dans á Íslandi er í sögu Jóns biskups helga en hann varð biskup 1106. Dæmi um íslenska þjóðdansa eru Vikivakar sem hafa lifað með Íslendingum síðan snemma á öldum og söfnuðu Íslendingum til gleði allt fram á 18. öld.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Fyrirmynd greinarinnar var „folk dance“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 10. febrúar 2010.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „folkedans“ á dönsku útgáfu Wikipedia. Sótt 10. febrúar 2010.
  • Sigríður Þ. Valgeirsdóttir. Þjóðdansar I. Hólar, 1959.
  • Helgi Valtýsson. Víkivakar og söngleikir. Sambandsstjórn U.M.F.Í, 1930.
  • Ólafur Bríem sá um útgáfu. Fornir dansar. Hlaðbúð, 1946.