Þjóðdans

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jón biskup Helgi
Malambo, argentínskur þjóðlagadans

Þjóðdans er almennt hugtak um þá dansa sem eiga uppruna sinn í menningarsögu landa. Hefðir eru mjög ríkjandi í þjóðdönsum þó þeir þróist líka. Þjóðdans er í ýmsum löndum dansaður af fólki sem hefur litla eða enga danskunnáttu, það er að segja áhugafólki , ekki atvinnudönsurum. Í upphafi var það þannig að fólk lærði dansinn hvert af öðru á samkomum, fylgdist með og lærði þannig. Þannig lifðu dansarnir kynslóð eftir kynslóð. Þjóðdansar voru dansaðir af alþýðunni og voru ekki hugsaðir sem sýningardansar þó þeir hafi orðið það í seinni tíð. Þjóðdansar eru yfirleitt dansaðir við þjóðlög eða þjóðlega tónlist.

Talið er að þeir dansar sem dansaðir voru á Íslandi þar til um 1800 hafi að uppruna verið fornir. Elstu heimildir um dans á Norðurlöndum eru reyndar frá Íslandi og er það íslenskum bókmenntum að þakka að svo snemma er getið um dans. Hins vegar má ekki skilja það svo að Íslendingar hafi lært dans fyrstir allra Norðurlandaþjóða. Fyrsta heimildin um dans á Íslandi er í sögu Jóns biskups helga en hann varð biskup 1106. Dæmi um íslenska þjóðdansa eru Vikivakar sem hafa lifað með Íslendingum frá kaþólskum tíma og söfnuðu Íslendingum til gleði allt fram á 18. öld.

Eftir 1800 komu til Íslands nýjir dansar af erlendri fyrirmynd sem tóku við af gömlu dönsunum. Þessir dansar voru síðar kallaðir gömlu dansarnir. Þessir dansar öðluðust nýtt líf á Íslandi og sér íslensk afbrigði þróuðust. Dansarnir lifðu inn í 20.öldina allt þangað til skipulögð söfnun á dönsunum hófst.

Flokkun þjóðdansa[breyta | breyta frumkóða]

Þjóðdönsum hefur verið skipt í tvo hópa í íslensku samhengi. Annars vegar eru það þjóðdansar sem eru gamlir dansar og hins vegar eru Gömlu dansar.

Þjóðdansar[breyta | breyta frumkóða]

Þjóðdönsum hefur verið skipt í tvo flokka. Þeir flokkar eru Sagnadansar og söngleikir.

Sagnadansar[breyta | breyta frumkóða]

Sagnadansar eiga sér undirflokka eins og hringdansa,stígdansa og hringbrot.

Hringdansinn[breyta | breyta frumkóða]

Hringdansinn er elsta dansformið sem vitað er að hefur lifað og þróast. Einkenni dansinum miðast af túlkun dansaranna á söng forsöngvara og undirtekt dansara í viðlagi. Áherslur spora og hreyfing dansara innan hringsins veitir mismunandi blæbrigði á milli dansa en dansinn er takmarkaður við lokaðann hringinn. Taktur og áherslur eru mismunandi milli dansa þar sem tónlistin og takturinn er ekki sá sami í öllum lögum. Hringdansinn á sér hliðstæður um alla Evrópu og í Afríku. Danssporið sem dansað er við íslenska hringdansinn er kallað vikivakaspor og er fjórskipt spor dansað við skexskiptann takt lags. Í Færeyjum er svipað spor dansað en það er sexskipt spor dansað við sexskiptann takt og heitir í heimildum Færeyskt spor. Mörg blæbrigði eru til af vikivakanum en algengasta mynstrið er fjórskipta sporið. Sporin við dansinn eru einföld þar sem megináhersla dansins er að beina athyglinni að söngnum og kvæðinu sem er sungið.

Stígdansinn[breyta | breyta frumkóða]

Lítið er vitað um stígdansinn annað en að fræðimenn í gegn um aldirnar hafa fjallað um hann í skrifum sínum fram á tuttugustu öld.

Hringbrot[breyta | breyta frumkóða]

Hringbrot voru á 19. öldinni talin vera hinn eini íslenski þjóðdans. Hins vegar hafa rannsóknir síðari ára leitt í ljós að Íslendingar eigi sér fjölskrúðugari dansarf heldur en hringbrotið. Hringbrot í lokuðum hring teljast til söngdansa á meðan hringbrot í opnum hring eða röðum flokkast undir vikikvakaleikja. Hringbrot í lokuðum hring eru dönsuð við vikivakaspor í lokuðum hring þar sem hringnum er snúið á rönguna á meðan dansað er. Þessi brot nefnast hringbrot Fleiri gerðir brota í dansi eru til.

Gömlu dansar[breyta | breyta frumkóða]

Gömlu dansarnir bárust til Íslands á 18. öldinni og voru dansaðir af fólki í hinum vestræna heimi til dagsins í dag. Til þessara dansa teljast meðal annars polki, ræll, vínarkrus, skottís, mazhúrka, vals o.sfrv. Á Íslandi þróuðust mörg stílbrigði og ýmsir leikir út frá dönsunum sem finnast ekki annarsstaðar.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Fyrirmynd greinarinnar var „folk dance“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 10. febrúar 2010.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „folkedans“ á dönsku útgáfu Wikipedia. Sótt 10. febrúar 2010.
  • Sigríður Þ. Valgeirsdóttir (1959). Þjóðdansar I. Hólar.
  • Helgi Valtýsson (1930). Víkivakar og söngleikir. Sambandsstjórn U.M.F.Í.
  • Ólafur Bríem sá um útgáfu (1946). Fornir dansar. Hlaðbúð.
  • Mínerva Jónsdóttir, Sigríður Þ. Valgeirsdóttir (1994). Gömlu dansarnir í tvær aldir. Gefið út með styrk frá Menningarsjóði.
  • Sigríður Þ. Valgeirsdóttir (2010). Íslenskir söngdansar í þúsund ár. Háskólaútgáfan.