Fara í innihald

Þangskegg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þangskegg
Þangskegg (rauðleitir brúskar) á klóþangi á Skotlandi.
Þangskegg (rauðleitir brúskar) á klóþangi á Skotlandi.
Vísindaleg flokkun
Veldi: Heilkjörnungar (Eukaryota)
(óraðað) Archaeplastida
Fylking: Rauðþörungar (Rhodophyta)
Flokkur: Florideophyceae
Ættbálkur: Ceramiales
Ætt: Rhodomelaceae
Ættkvísl: Polysiphonia
Tegund:
P. lanosa

Tvínefni
Polysiphonia lanosa
(L.) Tandy
Samheiti

Polysiphonia fastigiata[1]

Þangskegg (fræðiheiti: Polysiphonia lanosa) er tegund rauðþörunga sem vex aðeins sem ásætuplanta á klóþangi (Ascophyllum nododsum).[2][3] Þangskegg er talið vera ásæta en ekki snýkill á klóþangi[1] en ekki er vitað hvers vegna það lifir ekki á öðrum búsvæðum en á klóþangi.[3]

Þangskegg hefur mjótt þal sem verður allt að 7,5 sentímetrar og myndar þráðgreinóttan flóka. Þalið er fast með rætlingum við blöð klóþangsins.[2]

Þangskegg er tvíkynja og myndar karlkynhirslur á endum greina.[2]

Útbreiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Þangskegg er algengt umhverfis Bretlandseyjar og um Evrópu frá Íslandi og NoregiSpáni. Það finnst einnig við Grænland og Nýfundnaland suður til Nýja-Englands.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Ingólfur Davíðsson (1981). Margt býr í fjörunni. Grein í Tímanum, 30. tbl. 07.02.1981, bls. 12-13.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 Maggs, C.A. and Hommersand, M.H. 1993, Seaweeds of the British Isles Volume 1 Rhodophyta Part 3A Ceramiales. The Natural History Museum, London ISBN 0-11-310045-0. (enska)
  3. 3,0 3,1 Agnar Ingólfsson (1998). Lífríki í fjörunni við Straumsvík. Náttúrufræðingurinn 67(3-4): 207-213.