Fara í innihald

Frumbjarga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Grænn litur plantna stafar af blaðgrænunni sem umbreytir orku sólarljóssins.

Lífverur eru sagðar frumbjarga búi þær til lífræn efni úr koltvíoxíð með því að nota ljós eða ólífræn efni, eins og vetnissúlfíð, sem orkugjafa. Allar grænar plöntur eru frumbjarga þar sem þær fá orku sína frá sólinni, af þessum sökum eru þær oftast undirstaða næringar í vistkerfum. Einstaka aðrar lífverur eru þó frumbjarga, til dæmis vinna nokkrar bakteríur orku úr ólífrænum efnum og eru undirstaða næringar í vistkerfum á stöðum eins og djúpt í hafi eða hellum þar sem sólarljós nær ekki til lífveranna.