Fara í innihald

Yfirborð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Með yfirborði hlutar er átt við tvívíðan flöt, sem afmarkar hlutinn frá öðrum hlutum og umhverfinu. Í grannfræði er yfirborð tvívíð grannvíðátta. Í þremur víddum má hugsa sér hlut sem mengi allra punkta hlutarins, en jaðar mengisins mundi þá samsvara yfirborði hans. Með yfirborði vökva í eðlis- og efnafræði er átt við láréttan flöt vökvans, sem er samsíða yfirborði jarðar.

Kúluflöt má skilgreina í skauthnitum með: x = r sin θ cos φ, y = r sin θ sin φ, z = r cos θ eða sem fólgið fall: x² + y² + z² = r² = 0

Pappírsblað hefur tvö yfirborð, en kleinuhringur, Möbiusarborði og Kleinflaska aðeins eitt.