Þórunn Valdimarsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þórunn Jarla Valdimarsdóttir eða Erlu- og Valdimarsdóttir (f. 25. ágúst 1954) er alin upp í Reykjavík, íslenskur rithöfundur og sagnfræðingur. Hún hefur skrifað rúmlega 20 bækur, ótal greinar og unnið þætti fyrir útvarp og sjónvarp um söguleg efni. Hún vakti fyrst almenna athygli fyrir þriðju bók sína, ævisöguna Snorri á Húsafelli árið 1989.

Þórunn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1973, nam sagnfræði í Lundi Svíþjóð 1973-74 og sat í listaháskóla San Miguel de Allende Mexíkó 1977-78. Lauk cand. mag. prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1983 og hefur síðan stundað ritstörf. Eiginmaður Þórunnar var Eggert Þór Bernharðsson (1958-2014) sagnfræðingur og rithöfundur og eignuðust þau tvo syni, Gunnar Theodór og Valdimar Ágúst.

Verk[breyta | breyta frumkóða]

Ævisögur[breyta | breyta frumkóða]

  • 1986 - Af Halamiðum á Hagatorgi (ævisaga Einars Jónssonar í Lækjarhvammi)
  • 1989 - Snorri á Húsafelli: saga frá 18. öld
  • 1990 - Sól í Norðurmýri: píslarsaga úr Austurbæ (æskusaga Megasar)
  • 2000 - Engin venjuleg kona; litríkt líf Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu
  • 2006 - Upp á sigurhæðir, ævisaga Matthíasar Jochumssonar
  • 2011 - Með sumt á hreinu, ævisaga Jakobs Frímanns Magnússonar
  • 2018 - Skúli Fógeti: Faðir Reykjavíkur - saga frá átjándu öld

Skáldsögur[breyta | breyta frumkóða]

Ljóð[breyta | breyta frumkóða]

  • 1991 - Fuglar
  • 2008 - Loftnet klóra himin
  • 2010 - Antennae Scratch Sky (scratch scratch)
  • 2018 - Villimaður í París

Sagnfræði[breyta | breyta frumkóða]

  • 1986 - Sveitin við sundin: búskapur í Reykjavík 1870-1950, 1986
  • 1997 - Leikfélag Reykjavíkur: Aldarsaga (ásamt Eggerti Þór Bernharðssyni)
  • 2000 - Kristni á Íslandi 4. bindi (fyrri hluti bókarinnar)
  • 2002 - Horfinn heimur : Árið 1900 í nærmynd
  • 2021 - Bærinn brennur : Síðasta aftakan á Íslandi

Verðlaun og viðurkenningar[breyta | breyta frumkóða]

  • 1992 - Fyrstu verðlaun í örverkasamkeppni Bjarts og frú Emelíu.
  • 1999 - Menningarverðlaun DV fyrir bókina Stúlka með fingur
  • 2001 - Tilnefning til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir bókina Stúlka með fingur
  • 2006 - Viðurkenning Félags bókasafns- og upplýsingafræða fyrir bestu frumsömdu fræðibók ársins, Upp á Sigurhæðir
  • 2008 - Verðlaun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins
  • 2010 - Rauða hrafnsfjörðin fyrir bókina Dagur kvennanna. Ástarsaga.
  • 2013 - Fjöruverðlaunin fyrir bókina Stúlka með maga. [1]
  • 2019 - Sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Skald.is, „Þórunn Jarla Valdimarsdóttir“ (skoðað 23. júní 2019)
  2. Ruv.is, „16 sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum“ (skoðað 23. júní 2019)