Stúlka með höfuð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stúlka með höfuð er skáldsaga eftir Þórunni Valdimarsdóttur. Bókin sem kom út árið 2015 er sjálfstætt framhald af Stúlku með fingur og Stúlku með maga. Í bókunum segir Þórunn sögu móður sinnar og formæðra og blandar saman heimildum og skáldlegri túlkun. Í bókinni Stúlka með höfuð segir Þórunn frá uppvexti sínum í Reykjavík á rokk og hippabilinu, skilnaði foreldra sinna og stúdentalífi í Lundi og Mexíkó. Sagan er uppvaxtar- og þroskasaga þar sem líkaminn er í forgrunni.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi bókmenntagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.