Gunnar Theodór Eggertsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gunnar Theodór Eggertsson (f. 9. janúar 1982) er íslenskur barnabókahöfundur. Hann er þekktur sem fantasíuhöfundur og hryllingssagnahöfundur og hefur meðal annars skrifað bækurnar Drauga-Dísa, Steindýrin og bókaflokkinn Furðufjall en í honum eru bækurnar Nornaseiður, Næturfrost og Stjörnuljós.

Gunnar lauk BA námi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 2005, MA námi í kvikmyndafræðum frá háskólanum í Amsterdam árið 2006 og doktorspróf frá Háskóla Íslands í almennri bókmenntafræði árið 2016. Gunnar er sonur rithöfundanna og fræðimannanna Þórunnar Valdimarsdóttur og Eggerts Þórs Bernharðssonar. Hann er kvæntur skáldkonunni Yrsu Þöll Gylfadóttur

Bækur[breyta | breyta frumkóða]

  • Steindýrin (Vaka Helgafell 2008)
  • Steinskrípin- Hyllingsævintýri (Vaka Helgafell 2012)
  • Drauga-Dísa (Vaka Helgafell 2015)
  • Hetjurnar þrjár (Námsgagnastofnun 2016)
  • Galdra-Dísa (Vaka Helgafell 2017)
  • Fimbulvetur (Menntamálastofnun 2019)
  • Sláturtíð ((Vaka Helgafell 2019)
  • Drauma-Dísa (Vaka Helgafell 2020)
  • Furðufjall I:Nornaseiður (Vaka Helgafell 2021)
  • Furðufjall II:Næturfrost (Vaka-Helgafell 2022)
  • Furðufjall III Stjörnuljós (Vaka-Helgafell 2023)
  • Vatnið brennur (Vaka-Helgafell 2024)

Heimild[breyta | breyta frumkóða]