Fara í innihald

Þóroddur Bjarnason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þóroddur Bjarnason (f. 8. nóvember 1965) er prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri.

Þóroddur lauk BA-prófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands 1991, MA-prófi í tölfræðilegri greiningu við University of Essex í Englandi 1995 og doktorsprófi við University of Notre Dame í Indiana, USA 2000. Þóroddur var lektor við University at Albany, SUNY, 2000-2004 og hefur verið prófessor við Háskólann á Akureyri frá 2004. Hann var formaður stjórnar Byggðastofnunar 2011-2015.

Rannsóknarverkefni

[breyta | breyta frumkóða]

Þóroddur stýrði íslenska hluta Evrópsku vímuefnarannsóknarinnar ESPAD[1] 1993-2013 og átti sæti í alþjóðlegri verkefnisstjórn ESPAD[2] 1994-2013. Hann stýrði íslenska hluta WHO rannsóknarinnar Heilsa og lífskjör skólanema[3][4] 2004-2013.

Hann stýrði rannsóknarverkefninu Samgöngur og byggðaþróun: Félagsleg, efnahagsleg og menningarleg áhrif Héðinsfjarðarganganna[5] 2009-2015.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. ESPAD á Íslandi
  2. Alþjóðlega ESPAD verkefnið
  3. Alþjóðlega HBSC verkefnið
  4. HBSC á Íslandi
  5. Samfélagsleg áhrif Héðinsfjarðarganganna