Geirlaugur Magnússon
Útlit
Geirlaugur Magnússon (f. 25. ágúst 1944 – d. 16. september 2005) var íslenskt ljóðskáld og þýðandi. Hann var stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og stundaði síðan nám í Varsjá í Póllandi og Aix-en-Provence í Frakklandi, þar sem hann lærði meðal annars bókmennta- og kvikmyndafræði. Hann var lengi kennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, auk þess sem hann fékkst við leiðsögustörf og bókaútgáfu.
Útgefin verk
[breyta | breyta frumkóða]Ljóðabækur
[breyta | breyta frumkóða]- Annaðhvort eða (1974)
- 21 (Tuttugu og einn) (1976)
- Undir öxinni (1980)
- Án tilefnis (1982)
- Fátt af einum (1982)
- Þrítíð (1985)
- Áleiðis áveðurs (1986)
- Ítrekað (1988)
- Sannstæður (1990)
- Safnborg (1993)
- Þrisvar sinnum þrettán (1994)
- Þrítengt (1996)
- Nýund (2000)
- N er aðeins bókstafur (2003)
- Dýra líf (2004)
- Andljóð og önnur (2005)
- Tilmæli (2005)
Þýðingar
[breyta | breyta frumkóða]- Í andófinu: pólsk nútímaljóð (1993)
- Wislawa Szymborska: Endir og upphaf (1999)
- Tadeusz Rozewicz: Lágmynd (2004)
Þetta æviágrip sem tengist bókmenntum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.