Úfa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Úfa (rússneska: Уфа́) er borg og höfuðborg Lýðveldisins Basjkortostan, sem er hluti Rússneska sambandsríkisins. Borgin er ein af stærstu borgum Rússlands. Hún er miðstöð stjórnmála, stjórnsýslu, efnahags menningar lýðveldisins.

Staðsetning[breyta | breyta frumkóða]

Úfa er staðsett í austast í Evrópu undir Úralfjöllum við mörk Asíu. Hún liggur við mót ánna Belaya og Úfa, syðst undir láglendi vestanverðra Úralfjalla.

Mörður er tákn Ufa borgar en viðskipti með marðarskinn voru mikil á svæðinu fyrr á öldum

Saga og efnahagur[breyta | breyta frumkóða]

Borgin var byggð að skipan Ívans grimma árið 1574 sem virki til að vernda viðskipti leið yfir Úralfjöllin frá Kazan. Árið 1802 varð borgin höfuðstaður Bashkíríu (síðar Lýðveldið Basjkortostan).

Úfa stækkaði ört á 20. öld og með margvíslega iðnaðframleiðslu. Árið 1956 sameinaðist Úfa nágrannaborginni Chernikovsk, og varð þá miðstöð olíuframleiðslu á Volga-Úral svæðinu. Þar er einnig ýmis efnaiðnaður, timburframleiðsla og miðstöð öflugrar landbúnaðarframleiðslu lýðveldsins.

Úfa er miðstöð járnbrautar- og vegasamgangna á svæðinu. Í borginni eru mikilvæg menningarsetur með nokkrum öflugum háskólum, tæknistofnunum og fjölmörgum rannsóknastofnana.

Belaya ísilögð. Ufa borg er byggð á bökkum ánna Belaya og Ufa

Íbúar[breyta | breyta frumkóða]

Áætlaður fjöldi borgarbúa er um 1.5 milljón, meirihluti þeirra eru Rússar (54% Rússar). Á síðari árum hefur fólki af öðru þjóðerni fjölgað einkum Bashkírum og Tatörum. Önnur þjóðerni eru Sjúvas, Mari, Úkraínumenn, Mordvinia, Azerar, Armenar, Hvít-rússar, Kazakar, Víetnamar, Lettar, Þjóðverjar og Gyðingar.

Fjarlægðir[breyta | breyta frumkóða]

Fjarlægð Úfa frá Moskvu er 1567 km. með lest og 1357 km. með bíl. Það tekur 32 klst. að aka frá frá Moskvu en 2 klst. að fljúga. Borgin er á tímabelti Yekaterinburg (YEKT/YEKST) eða á samræmdum alþjóðatíma UTC+5)

Myndir[breyta | breyta frumkóða]

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

Lýðveldið Basjkortostan  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.