Blindrafélagið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi er félagasamtök blindra og sjónskertra á Íslandi. Félagsmenn eru um 500 talsins. Félagið var stofnað 19. ágúst 1939.

Hlutverk félagsins er að veita umsagnir til hins opinbera um hvert það mál sem lýtur að hagsmunum blindra og sjónskertra. Blindrafélagið býður einnig upp á námskeið og kynningar í skólum, fyrirtækjum og hjá samtökum. Félagið aðstoðar félagsmenn með atvinnuleit og umsóknarferlið. Það skipuleggur námskeið og margvíslegt tómstundarstarf.

Blindrafélagið gefur í hverri viku út hljóðdiskinn Valdar greinar þar sem er að finna upplestar greinar úr íslenskum blöðum. Útgáfa Valdra greina hófst árið 1976.

Félagið rekur Blindravinnustofuna þar sem blindir og sjónskertir vinna ýmis störf.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]