Fara í innihald

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra eru almenn félagasamtök sem hafa það að markmiði að stuðla að aukinni orku, starfshæfni og velferð fólks með fötlun, einkum barna. í dag sinnir félagið hlutverki sínu meðal annars með þvi að starfrækja Æfingastöð SLF að Háaleitisbraut 11-13, Iðjuþjálfun SLF í Hafnarfirði og sumardvalarheimilið Reykjadal í Mosfellsdal. Þeir sem njóta þjálfunar hjá SLF eru flestir fatlaðir frá fæðingu. Á hverju ári koma um 1200 einstaklingar til þjálfunar í Æfingastöð SLF að Háaleitisbraut og 25 í Hafnarfjörð. Um 200 börn koma til dvalar í Reykjadal á hverju ári.

Félagið var stofnað 1952. Fjórum árum seinna hóf það rekstur endurhæfingarstöðvar en árið 1968 var stöðinni breytt í Æfingastöð SLF. Árið 1959 hóf SLF rekstur sumarbúða fyrir fötluð börn. Sumarbúðirnar voru fyrst í Reykjaskóla í Hrútafirði en fluttust svo árið 1963 í Reykjadal í Mosfellsdal. Árið 1972 hóf félagið rekstur leikskóla sem nú heitir Múlaborg og hefur reksturinn færst yfir til Reykjavíkurborgar. Framkvæmdarstjóri SLF er Bergljót Borg. Stjórn félagsins skipa þau Jórunn Edda Óskarsdóttir formaður, Bryndís Snæbjörnsdóttir varaformaður, Björn Gústav Jónsson, Diljá Ámundadóttir Zoega og Hrefna Rós Matthíasdóttir.