Félag lesblindra á Íslandi
Félag lesblindra á Íslandi (FLÍ) eru frjáls félagasamtök sem vinna að hverskonar hagsmunamálum lesblindra með það að markmiði að jafna stöðu þeirra, í leik, starfi og menntun.[1] Félagið vinnur markvisst að því að auka vitund og þekkingu á lesblindu á Íslandi.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Félag lesblindra á Íslandi var stofnað 26. mars árið 2003.[2][3] Í fyrstu stjórn félagsins voru skipuð þau Guðmundur Johnsen, formaður stjórnar; Helga Móeiður Arnardóttir, ritari; Snævar Ívarsson, gjaldkeri; Benedikt Halldórsson og Margrét Björk. Í varastjórn voru kjörin Fríða Kristín Magnúsdóttir, Einar Hrafn Jóhannsson, Bjarney Hafsteinsdóttir og Ólöf Jónsdóttir.[4]
Á stofnfundinum 2003 var einnig ákveðin að aðild að Öryrkjabandalagi Íslands. Gekk það eftir árið 2004. Sú aðild hefur verið félaginu stuðningur í gegnum tíðina.[5]
Fyrsti starfsmaður félagsins var Anna Lísa Björnsdóttir og starfaði hún á vegum félagsins launalaust fyrstu árin. Árið 2006 styrkti Velferðarsjóður barna á Íslandi félagið um 4.5 milljónir króna til að starfa að aukinni þekkingu á lesblindu. Það gerði félaginu kleift að ráða launaðan starfsmann í fullt starf til þess að sinna skólaheimssóknum og öðru félagsstarfi. [6][7]
Starf FLÍ
[breyta | breyta frumkóða]Félagið hefur á sínum vegum gefið út kennslu- og fræðsluefni um lesblindu í skóla og á vinnustöðum, hljóðbækur, heimildarmynd um lesblindu, sinnt kynningarstarfi í skólum og á vinnustöðum, framkvæmt viðhorfskannanir um lesblindu á Íslandi, og haldið ráðstefnur og fræðslufundi.[8]
Frá árinu 2008 hefur Félag lesblindra á Íslandi haldið úti skrifstofu í Reykjavík og starfsmanni sem situr meðal annars í samráðshóp á vegum menntamálaráðuneytisins um Hljóðbókasafn Íslands, sem og nefndum og ráðum Öryrkjabandalags Íslands. Þá tekur félagið þátt í samstarfi lesblindusamtaka í nágrannalöndum.[9]
Félag lesblindra er rekið með sjálfaflafé og styrkjum. Það nýtur ekki opinberra framlaga. Með aðstoð velunnara hefur félagið kostað kynningar- og fræðslustarf í gunnskólum, stutt við hugbúnaðargerð og staðið fyrir vísindaathugunum á sviði lesblindu á Íslandi.
Félagmenn voru í árslok 2020 um 2.000.
Enskt heiti félagsins er The Iceland Dyslexia Association.
Um lesblindu
[breyta | breyta frumkóða]Lesblinda (Dyslexía) er skert hæfni til að lesa skrifað eða prentað mál, þó að sjón og greind séu óskert.[10] Þessi röskun er talin sértækur námsörðugleiki af taugalíffræðilegum uppruna.[11] Áætlað hefur verið alþjóðlega að allt að 10 til 20 prósent fólks eigi í erfiðleikum með lestur og að mikill hluti þeirra sé lesblindur. Svipaðar tölur eiga við um umfang lesblindu á Íslandi. Samkvæmt könnun Félags lesblindra á umfangi lesblindu á Íslandi sem Capacent- Gallup framkvæmdi, eru um 18 prósent Íslendinga með lestrarörðugleika.[12]
Lesblinda er röskun eða námsörðugleiki af taugalíffræðilegum uppruna sem einkennist fyrst og fremst af því að viðkomandi á erfitt með nákvæman, sjálfvirkan lestur og slakri færni í stafsetningu og umskráningu.[13] Þennan vanda má í oftast rekja til erfiðleika við úrvinnslu málhljóða sem er ekki í samræmi við aðra vitsmunalega hæfni einstaklingsins og koma fram þrátt fyrir vandaða lestrarkennslu.[14]
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „fli.is - Heim“.
- ↑ Morgunblaðið (2. mars 2003). „Lesblinda og greind eiga ekkert skylt“. Árvakur. bls. 12. Sótt 2. mars 2021.
- ↑ „Nánar um félag [Félag lesblindra á Íslandi á vef Ríkisskattstjóra“.
- ↑ „Morgunblaðið: Félag lesblindra stofnað“. Árvakur. 30. mars 2003. bls. 40. Sótt 3. mars 2021.
- ↑ DV (15. desember 2017). „Félag lesblindra og merkileg starfsemi þess“. DV. Sótt 3. mars 2021.
- ↑ Morgunblaðið (7. apríl 2006). „Morgunblaðið: Velferðarsjóður barna styrkir Félag lesblindra“. Árvakur. bls. 6. Sótt 3. mars 2021.
- ↑ „Velferðarsjóður barna á Íslandi“. Sótt 3. mars 2021.
- ↑ FLÍ. „Um Félag lesblindra á Íslandi“. FLÍ. Sótt 1. mars 2021.
- ↑ FLÍ. „Um Félag lesblindra á Íslandi“. FLÍ. Sótt 1. mars 2021.
- ↑ Læknablaðið- 2001 Fylgirit 41 - Íðorðapistlar (2001). „Íðorðapistlar 1-130 -065-Dyslexia“. Læknafélag Íslands. Sótt 1. mars 2021.
- ↑ Sigríður Jóhannesdóttir (2010). „Dyslexía“ (PDF). Hug- og félagsvísindasvið, Háskólinn á Akureyri, Kennaradeild. bls. iii. Sótt 1. mars 2021.
- ↑ Félag lesblindra á Íslandi. „Um lesblindu“. Félag lesblindra á Íslandi. Sótt 2. mars 2021.
- ↑ Helga Sigurmundsdóttir og Steinunn Torfadóttir. „Lesvefurinn- um læsi og lestrarerfiðleika“. Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í samstarfi við Menntamálaráðuneytið. Sótt 1. mars 2021.
- ↑ Helga Sigurmundsdóttir og Steinunn Torfadóttir. „Lesvefurinn- um læsi og lestrarerfiðleika“. Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í samstarfi við Menntamálaráðuneytið. Sótt 1. mars 2021.