Íslenskir sjávarhættir
Íslenskir sjávarhættir er fræðirit eftir Lúðvík Kristjánsson, sem var gefið út af Menningarsjóði í fimm bindum á árunum 1980-1986, og fjallar um íslenska sjávarhætti fyrr á öldum.
Ritið einblínir á tímabilið fyrir iðnbyltingu, þegar farið var til sjós á árabátum, en höfundur segir að það tímabil spanni hátt í 10 aldir, allt frá landnámi fram á 19. öld.[1] Ritið er tileinkað minningu íslenskra sjómanna fyrr og síðar. Það er víðfemt, en viðfangsefni þess er m.a. á sviði menningarsögu, atvinnusögu, tæknisögu, náttúrusögu og þjóðfræði. Fróðleikurinn sem þar kemur fram er m.a. byggður á viðtölum við hátt í 300 gamla sjómenn og öðrum aðilum sem voru kunnugir íslenskum sjávarháttum eins og þeir voru stundaðir í gamla daga. Þeir elstu þessara heimildamanna voru fæddir á árunum 1850-60.[2] Höfundur byrjaði snemma að safna heimildum og tileinkaði fræðistörfum sínum eftir 1964 nánast alfarið íslenskum sjávarháttum, en eiginkona hans Helga Jónsdóttir Proppé aðstoðaði við verkið.[3]
Í ritinu er einnig mikið vitnað í íslensk íslensk fornrit frá miðöldum, en Lúðvík var við nám í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands á árunum 1932-1934 undir leiðsögn Sigurðar Nordal prófessors, og var því fornritunum vel kunnugur.[4]
Í ritinu er m.a. verstöðvatal, þar sem er borið kennsl á 326 verstöðvar um allt land.
Ritið er ríkulega myndskreytt af teikningum eftir Bjarna Jónsson listmálara og Guðmund P. Ólafsson líffræðing, sem hannaði einnig bókarkápuna.
Íslenskir sjávarhættir er af sumum talið einstakt ritverk á heimsvísu, þar sem engar aðrar þjóðir hafa tekið saman sambærilegt ritverk um sína sjávarhætti.[5]
Efnisyfirlit Íslenskra sjávarhátta
[breyta | breyta frumkóða]Bindi I (1980)
[breyta | breyta frumkóða]- Fjörunytjar og strandjurtir
- Matreki
- Rekaviður
- Selur
Bindi II (1982)
[breyta | breyta frumkóða]- Verðstöðvatal
- Íslenzki árabáturinn
- Vertíðir
- Verleiðir og verferðir
- Verbúðir
- Mata og mötulag
Bindi III (1983)
[breyta | breyta frumkóða]- Skinnklæði og fatnaður
- Uppsátur
- Uppsátursgjöld
- Skyldur og kvaðir
- Veðurfar og sjólag
- Veðrátta í verstöðvum
- Fiskimið
- Viðbúnaður vertíða og sjóferða
- Róður og sigling
- Flyðra
- Happadrættir og hlutabót
- Hákarl
- Þrenns konar veiðarfæri
Bindi IV (1985)
[breyta | breyta frumkóða]- Beita og beiting
- Veiðar með handfæri
- Veiðar með lóð og þorskanetum
- Lending - uppsetning - fjöruburður
- Skiptivöllur - aflaskipti
- Landlegur
- Vergögn
- Hagnýting fiskifangs
- Þorskhausar
- Skreiðarferðir og fiskifangaverzlun
Bindi V (1986)
[breyta | breyta frumkóða]- Hvalur
- Rostungar
- Sjávarfuglanytjar
- Þjóðtrú og getspeki
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Einar Laxness. (1981). "Inngangur." Í Lúðvík Kristjánsson, Vestræna. Reykjavík: Sögufélag.
- Lúðvík Kristjánsson. (1980-86). Íslenskir sjávarhættir I-V. Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs.