Írsk enska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Írsk enska er ensk mállýska sem töluð er og skrifuð á Írlandi. Ensk tunga barst fyrst til Írlands seint á 12. öld með innrás Normanna. Á þeim tíma töluðu Normannar ekki ensku heldur normannafrönsku. Í upphafi var enska aðeins töluð á svæðinu nálægt Dyflinn sem í dag heitir The Pale (írska: An Pháil). Við tilkomu Túdorættar vék ensk tunga og menning fyrir írsku á svæðinu sem innrásarmennirnar höfðu tekið upprunalega. Hins vegar fór notkun enskrar tungu vaxandi, sérstaklega á plantekrum, eftir hertöku Túdorættar á Írlandi á 16. öld. Fyrir miðja 19. öld var enska orðin aðaltungumál Írlands. Enska heldur þessari stöðu í dag, en jafnvel þeir sem hafa írsku að móðurmáli tala ensku reiprennandi.

Stafsetning[breyta | breyta frumkóða]

Ólíkt bandarískri ensku og kanadískri ensku hefur írsk enska ekki sér stafsetningarreglur, heldur er írsk enska stöfuð alveg eins og bresk enska.

Orðaforði[breyta | breyta frumkóða]

Tökuorð úr írsku[breyta | breyta frumkóða]

Það er fjöldi írskra tökuorða sem er notaður á írskri ensku, sérstaklega af hinu opinbera. Til dæmis heitir forsætisráðherran Taoiseach, aðstoðarforsætisráðherran Tánaiste, þingið Oireachtas og neðri deildin Dáil Éireann. Auk þess eru tökuorð sem eru notuð í óformlegu samhengi en notkun þeirra fer minnkandi, sérstaklega meðal unglinga.

Nokkur dæmi eru:

Orð Orðaflokkur Þýðing
Abú Upphrópun Húrra
Amadán[1] Nafnorð Fáviti
Fáilte Nafnorð Móttökur — oft í orðasambandinu Céad míle fáilte „hundrað þúsund móttökur“
Flaithúlach[2] Lýsingarorð Örlátur
Garsún[3]/gasúr[4] Nafnorð Drengur
Gaeltacht Nafnorð Svæði þar sem írska er töluð sem aðaltungumál
Grá[5] Nafnorð Ást, væntumþykja
Lúdramán[6] Nafnorð Fáviti
Plámás[7] Nafnorð Smjaður
Sláinte[8] Upphrópun Skál!

Orð sem eiga rætur að rekja til írskrar tungu[breyta | breyta frumkóða]

Annar hópur írskra enskra orða eru þau sem eiga rætur að rekja til írskrar tungu en hefur nokkurn veginn verið aðlöguð enskum framburði og stafsetningu. Nokkur þessara orða hefur náð vinsældum fyrir utan Írland en önnur eru notuð aðeins þar á landinu. Þessi orð hafa oft verið enskuð eða eru beinar þýðingar. Í seinna tilfelli fá orð eða orðasamböndu aukaþýðingu sem er ekki að finna annars staðar í enskumælandi heimi.

Nokkur dæmi eru:

Orð eða orðasamband Orðaflokkur Írska Þýðing
Arra[9]/ och / musha / yerra[10] Upphrópun Ara / Ach / Muise / Dhera (conjunction of "A Dhia, ara") Jæja (t.d. „yerra, sure if it rains, it rains“)
Bockety[11] Lýsingarorð Bacach (lame) Valtur, bilaður
Bold[12] Lýsingarorð Dána Óþekkur
Boreen Nafnorð Bóithrín Þröngur sveitarvegur eða stígur
Ceili/Ceilidh[13] Nafnorð Céilidhe Hefðbundinn írsk tónlist og dans
Colleen Nafnorð Cailín Stelpa
Fooster Sagnorð Fústar[14] iða, vera eirðarlaus
Gansey[15] Noun Geansaí[16] Peysa
Give out[17] Sagnorð Tabhair amach (bókstaflega) Skamma, ávíta[18]
Gob[19] Nafnorð Gob Kjaftur
Gombeen[20] Nafnorð Gaimbín Peningalánari
Guards[21] Nafnorð Garda Síochána Lögregla
Jackeen[22] Noun Gælunafn fyrir John (þ.e. Jack) með írsku smækkunarviðskeyti -ín Mildilega niðrandi orð fyrir fólk frá Dyflinn, gagnslaus maður.[23] Upprunalega manneskja sem fylgdi breska fánanum (e. Union Jack) meðan á Bretar stjórnuðu Írland eftir 1801, manneskja frá Dyflinn sem studdi kónunginn.
Shoneen[24] Nafnorð Seoinín (diminutive of Sean – 'John') Íri sem hermir eftir enskum háttum
Sleeveen[25] Nafnorð Slíbhín Óáreiðanlegur, slóttugur einstaklingur
Soft day[26] Orðasamband Lá bog (bókstaflega) Skýjað veður, þoka

Orð sem eiga rætur að rekja til fornensku eða miðensku[breyta | breyta frumkóða]

Öðrum orðaforðaflokki á írskri ensku tilheyra þau orð og orðasambönd sem voru algeng á fornensku eða miðensku en eru ekki lengur notuð eða orðin úrelt annars staðar. Nokkur þessara orða hafa fengið aukamerkingar fyrir orð sem eru enn notuð annars staðar en í annarri merkingu.

Nokkur dæmi eru:

Orð Orðaflokkur Þýðing Uppruni/athugasemdir
Amn't[27] Sagnorð Er ekki (sb. am not)
Childer[28] Nafnorð Barn (cf. child) Úr fornensku, eignarfall fleirtala af „child“[29]
Cop-on[30] Nafnorð Vitneksja, klókandi[31] Miðenska úr frönsku cap „handtaka“
Craic[32] Nafnorð Skemmtun, oftast notuð með írskri stafsetningu „craic“. Líka notað í Skotlandi og Norður-Englandi sem „crack“ í merkingunni „spjall“ Fornenska cracian, í gegnum írsku[33]
Devil[34] Nafnorð Bölvun (t.d. devil take him)[35][36] Negation (e.g., for none, "Devil a bit")[37][38] Miðenska
Eejit[39] Nafnorð Írskt og skoskt orð yfir „asni“ (e. idiot)[40] Enska, úr latnesku idiōta
Hames[41] Nafnorð Í drasli, oftast í orðasambandinu make a hames of „rusla til“[42] Miðenska úr hollensku
Grinds[43] Nafnorð Einkanám[44] Fornenska grindan
Jaded[45] Lýsingarorð Þreyttur, örmagna[46] Fornenska jade
Kip[47] Nafnorð Skítugur eða óþrifalegur staður[48] Enska frá 18. öld „vændishús“
Mitch Sagnorð að skrópa[49] Miðenska
Sliced pan[50] Nafnorð Sneiðað brauð Mögulega úr frönsku pain „brauð“, eða tilvísun til pönnu (e. pan) sem brauðið var bakað í
Yoke[51] Nafnorð Hlutur, tæki[52] Fornenska geoc
Wagon/Waggon[53] Nafnorð Óþægileg kona[54] Miðenska
Whisht[55] Upphrópun Þegirðu![56] Miðenska

Önnur orð[breyta | breyta frumkóða]

Auk fyrrnefndu hópanna þriggja er líka önnur orð að finna á írskri ensku af óvissum uppruna. Þó að nokkur þessara orða séu ekki eingöngu notuð á Írlandi er noktun á þeim ekki víðtæk annars staðar og talið er að þau einkenni írska ensku.

Nokkur dæmi eru:

Orð Orðaflokkur Þýðing Uppruni/athugasemdir
Acting the maggot[57] Orðasamband Fíflast, grínast
Banjaxed[58] Lýsingarorð Bilað, ónýtt
Bowsie[59] Nafnorð Óstýrilátur einstaklingur[60]
Bleb[61][62] Nafnorð, sagnorð Blaðra, að fá að sig blöðrur
Bucklepper[63] Nafnorð Borubrattur einstaklingur Used by Patrick Kavanagh and Seamus Heaney[64]
Chiseler[65] Nafnorð Barn
Cod[66] Noun Foolish person Usually in phrases like 'acting the cod', 'making a cod of himself'
Culchie[67] Nafnorð Einstaklingur úr sveitinni
Delph[68] Nafnorð Leirvörur From the name of the original source of supply, Delft in the Netherlands. See Delftware.
Feck Sagnorð, upphrópun
  1. "Feck it!", "Feck off"[69]
Gurrier[70] Nafnorð Harður maður[71] perhaps from French guerrier 'warrior', or else from 'gur cake' a pastry previously associated with street urchins. Cf. Scots Gurry[72]
Minerals[73] Nafnorð Gosdrykkir From mineral Waters [heimild vantar]
Mot Nafnorð Stelpa, kærasta From the Irish word 'maith' meaning good, i.e. good-looking.[74]
Press[75] Nafnorð Skápur Similarly, hotpress in Ireland means airing-cupboard Press is an old word for cupboard in Scotland and northern England.
Rake[76] Nafnorð Mikið, margt[77]
Runners[78] Nafnorð Íþróttaskór
Shore[79] Nafnorð Göturæsi[80]
Wet the tea[81]/The tea is wet[82] Orðasamband Að laga te

Málfræði og orðaröð[breyta | breyta frumkóða]

Orðaröð írsku tungunnar er nokkuð ólík þeirri ensku. Ýmsir þættir írskrar orðaröðar hafa haft áhrif á orðaröð írskrar ensku en mörg þessara einkenna eru að hverfa í þéttbýli meðal unglinga.

Orð sem hafa varðveist úr forn- og miðensku hafa líka haft töluverð áhrif á írska ensku.

Írsk áhrif[breyta | breyta frumkóða]

Tvöföldun er einkenni írskrar ensku sem þekkist á sviðinu og í kvikmyndum.

  • írska orðasambandið ar bith samsvarar því enska at all („ekki neitt, nokkuð, eitthvað“), þannig að sterkara orðasambandið ar chor ar bith verður á ensku at all at all
    • I've no money at all at all („ég á ekki neina peninga“)
  • ar eagle go (bókstaflega vegna ótta um að...) þýðir ef það skyldi. Afbrigðið ar eagla na heagla (bókstaflega vegna ótta um ótta) bendir til meiri óvissu. Samsvarandi orðasamböndin á írskri ensku eru to be sure og to be sure to be sure. Í þessu samhengi þýða þessi orðasambönd ekki „örugglega“ frekar „ef það skyldi“.
    • I brought some cash in case I saw a bargain, and my credit card to be sure to be sure („ég kom með peninga skyldi ég finna eitthvað kjarakaup, og kreditkortið (skyldi ég hafa ekki penninga til)“)

Já og nei[breyta | breyta frumkóða]

Á írsku eru ekki til orð sem samvara ensku orðunum yes og no („já“ og „nei“). Í staðinn er sagnorð í spurningunni endurtekið, með neitunarorði ef þarf. Á írskri ensku eru yes og no notuð sjaldnar en á öðrum enskum mállýskum þar sem sagnorðið er endurtekið, jákvætt eða neikvætt, í staðinn fyrir (eða auk þess) að nota yes eða no:

  • Are you coming home soon?I am. („Ætlarðu heim bráðlega?“ — „Ég ætla það“)
  • Er farsíminn þinn hlaðinn?It isn't. („Er farsíminn þinn hlaðinn?“ — „Hann er það ekki“)

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Easy Irish“. Raidió Teilifís Éireann. Sótt 28. febrúar 2011.
  2. „titill Fear of being perceived as misers runs deeper than our pockets“. Irish Independent. Sótt 9. nóvember 2012.
  3. „Drizzle fails to dampen cheerful O'Rourke“. The Irish Times. Sótt 28. febrúar 2011.
  4. „Nuacht a hAon“. Raidió Teilifís Éireann. Sótt 28. febrúar 2011.
  5. Edwards, Steven Roy. „Irish English terms“.
  6. „Seanad Eireann – 25/May/2005 Order of Business“. Debates.oireachtas.ie. Sótt 28. febrúar 2011.
  7. „Plámás and the Art of Flattery ~ Gatherings from Ireland # 92“. SOCIAL BRIDGE. Sótt 21. október 2013.
  8. Ulysses annotated: notes for James Joyce's Ulysses. University of California Press. 1988. bls. 55.
  9. McCafferty, Kate (2002). Testimony of an Irish slave girl. Viking. bls. 209. ISBN 978-0-670-03065-1. Sótt 29. janúar 2011.
  10. Hickey, Raymond (2005). Dublin English: evolution and change. bls. 145. ISBN 978-90-272-4895-4. Sótt 29. janúar 2011.
  11. „Oxford English dictionary online“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. júní 2013. Sótt 22. nóvember 2013.
  12. Dolan, Terence Patrick (2004). A Dictionary of Hiberno-English. Dublin, Ireland: Gill & Macmillan. bls. 28. ISBN 978-0-7171-4039-8. Sótt 29. janúar 2011.
  13. Oxford Dictionaries online[óvirkur tengill]
  14. „Oxford English dictionary online“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. júní 2013. Sótt 22. nóvember 2013.
  15. Leslie, Catherine Amoroso (2007). Needlework through history: an encyclopedia. Westpost, CT, USA: Greenwood Press. bls. 91. ISBN 978-0-313-33548-8. Sótt 29. janúar 2011.
  16. The form gansey Geymt 4 júní 2013 í Wayback Machine, from Garnsey, a form of Guernsey, where the style of fisherman's jersey originated.
  17. „Service with a snarl“. The Irish Times. 29. nóvember 2010. Sótt 28. febrúar 2011.
  18. Collins Dictionary online
  19. Hickey, Raymond (8. nóvember 2007). Irish English: history and present-day forms. bls. 364. ISBN 978-0-521-85299-9. Sótt 29. janúar 2011.
  20. Oxford English dictionary online[óvirkur tengill]
  21. 'I didn't expect to lose a son. The guards took their eye off the ball'. The Irish Times. 21. ágúst 2010. Sótt 28. febrúar 2011.
  22. „Mon, Jun 09, 1997 – Challenge led to a hooker revival“. The Irish Times. 6. júní 1997. Sótt 28. febrúar 2011.
  23. Simpson, John; Weiner, Edmund (1989). „Oxford English Dictionary, second edition“. Oxford: Clarendon Press. „Irish dim. of JACK n.: A contemptuous designation for a self-assertive worthless fellow.
  24. Collins Dictionary online
  25. „Oxford English Dictionary online“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. júní 2013. Sótt 22. nóvember 2013.
  26. „Tue, Sep 09, 2008 – 'Soft day' will become thing of the past – expert“. The Irish Times. 9. september 2008. Sótt 28. febrúar 2011.
  27. „An Irishman's Diary“. The Irish Times. 11. mars 2010. Sótt 28. febrúar 2011.
  28. „A 'win-win situation' as Travellers design their own homes“. The Irish Times. 4. mars 2010. Sótt 28. febrúar 2011.
  29. New Oxford American Dictionary, 2nd Edition via Apple Mac Dictionary
  30. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. júní 2012. Sótt 22. nóvember 2013.
  31. Oxford English Dictionary online[óvirkur tengill]
  32. „Irish Herald newspaper 27.3.2009“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. júní 2013. Sótt 22. nóvember 2013.
  33. Collins English dictionary online
  34. Old English deofol
  35. „Sat, Jan 10, 1998 – Haughey cloud returns to mar Bertie's horizon“. The Irish Times. 1. janúar 1998. Sótt 28. febrúar 2011.
  36. Cf.Scots deil tak... Geymt 4 júní 2013 í Wayback Machine.
  37. „A vine romance in Rioja country“. The Irish Times. 25. september 2010. Sótt 28. febrúar 2011.
  38. Cf. Scots deil a bit Geymt 4 júní 2013 í Wayback Machine. Also in A Dictionary of Slang and Unconventional English by Eric Partridge.
  39. „What is an Eejit? | Notebook“. Mad Eejits. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. október 2013. Sótt 21. október 2013.
  40. Collins Dictionary online
  41. Irish Times 18.5.2009
  42. Collins Dictionary online
  43. „40% of higher maths students take grinds“. The Irish Times. 17. ágúst 2010. Sótt 28. febrúar 2011.
  44. „Oxford Dictionary online“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. júní 2013. Sótt 22. nóvember 2013.
  45. Irish Examiner 30.4.2013
  46. „Oxford English Dictionary online“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. júní 2013. Sótt 22. nóvember 2013.
  47. „Reports from Broombridge……“. Come here to me!. 11. janúar 2012. Sótt 21. október 2013.
  48. „Oxford English Dictionary online“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. júní 2013. Sótt 22. nóvember 2013.
  49. „Oxford dictionary online“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. júní 2013. Sótt 22. nóvember 2013.
  50. „Brennans Family Pan – Brennans Sliced Pan | Brennans Bread“. Brennansbread.ie. Sótt 28. febrúar 2011.
  51. Irish times 23.6.2012
  52. Collins Dictionary online def. 15
  53. Irish Independent 30.1.2013
  54. „oxford Dictionary online“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. júní 2013. Sótt 22. nóvember 2013.
  55. „Wed, Jan 16, 2002 – Alone Again, naturally Unfringed Festival 2002“. The Irish Times. 1. janúar 2002. Sótt 28. febrúar 2011.
  56. The Irish huist meaning "be quiet", is an unlikely source since the word is known throughout England and Scotland where it derives from early Middle English whist (cf. Middle English hust and Scots wheesht Geymt 4 júní 2013 í Wayback Machine)
  57. „Sat, Mar 07, 2009 – RTÉ set to clash with Ryan over his salary“. The Irish Times. 3. mars 2009. Sótt 28. febrúar 2011.
  58. „Labour's Burton says Ireland is 'banjaxed' – RTÉ News“. Raidió Teilifís Éireann. Sótt 28. febrúar 2011.
  59. Oxford Dictionary online [óvirkur tengill]
  60. „SND: Bowsie“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. nóvember 2013. Sótt 25. nóvember 2013.
  61. Terence Patrick Dolan (2004). A dictionary of Hiberno-English: the Irish use of English. Gill & Macmillan Ltd. bls. 10. ISBN 978-0-7171-3535-6. Sótt 9. maí 2011.
  62. Cf. Scots blab/bleb Geymt 4 júní 2013 í Wayback Machine.
  63. „Sat, Jan 04, 2003 – Heroic stoic of the island“. The Irish Times. 1. janúar 2003. Sótt 28. febrúar 2011.
  64. Terence Brown, The Literature of Ireland: Culture and Criticism (Cambridge: Cambridge University Press, 2010), p.261; James Fenton, "Against Fakery: Kingsley Amis" in The Movement Reconsidered: Larkin, Amis, Gunn, Davie and their Contemporaries, (Oxford: OUP, 2009), p.107
  65. „The Chisellers (9780452281226): Brendan O'Carroll: Books“. Amazon.com. Sótt 28. febrúar 2011.
  66. Oxford dictionary online [óvirkur tengill]
  67. „RTÉ Television – Programmes – Entertainment – Katherine Lynch's Single Ladies“. Raidió Teilifís Éireann. 11. janúar 2010. Afrit af upprunalegu geymt þann 23 maí 2011. Sótt 28. febrúar 2011.
  68. „Top tables“. The Irish Times. 5. júní 2010. Sótt 28. febrúar 2011.
  69. „An Irishman's Diary“. The Irish Times. 20. janúar 2010. Sótt 28. febrúar 2011.
  70. "Ceann Comhairle refuses to apologise for calling TDs 'gurriers'". Irish Independent, 8 November 2012
  71. „Oxford English Dictionary online“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. júní 2013. Sótt 25. nóvember 2013.
  72. „SND Gurry“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. júní 2013. Sótt 25. nóvember 2013.
  73. „Educating Rory lays foundations for a Hollywood blockbuster“. The Irish Times. 1. júní 2010. Sótt 28. febrúar 2011.
  74. ||oxford Dictionary online Geymt 16 júní 2013 í Archive.today
  75. „Bertie's role in the kitchen press“. The Irish Times. 5. október 2010. Sótt 28. febrúar 2011.
  76. „www.urbandictionary.om“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. nóvember 2013. Sótt 25. nóvember 2013.
  77. „SND: Rake“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. nóvember 2013. Sótt 25. nóvember 2013.
  78. „Sole searching“. The Irish Times. 11. maí 2010. Sótt 28. febrúar 2011.
  79. Dolan, Terence Patrick (2004). A Dictionary of Hiberno-English. Dublin, Ireland: Gill & Macmillan. bls. 210. ISBN 978-0-7171-4039-8. Sótt 29. janúar 2011.
  80. „SND: Shore“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. nóvember 2013. Sótt 25. nóvember 2013.
  81. Dolan, Terence Patrick (2004). A Dictionary of Hiberno-English. Dublin, Ireland: Gill & Macmillan. bls. 236. ISBN 978-0-7171-4039-8. Sótt 29. janúar 2011.
  82. O'Brien, Kate (1953). Needlework through history: an encyclopedia. Harper. bls. 37. Sótt 29. janúar 2011.
  83. „Making space in my brain to love new films“. The Irish Times. 11. janúar 2011. Sótt 28. febrúar 2011.
  84. „Present Tense » Your handy guide to Irish cultural etiquette“. The Irish Times. 11. janúar 2008. Sótt 28. febrúar 2011.