Íþróttafélagið Draupnir
Íþróttafélagið Draupnir | |||
---|---|---|---|
Stofnað | 2008 | ||
Aðsetur | Skólastíg 4, Akureyri | ||
Stjórnarformaður | Stefán Heiðar Bjarnason | ||
Yfirþjálfari | Jón Óðinn Waage |
Íþróttafélagið Draupnir var stofnað þann 8. október 2008. Stofnendur þess voru þeir Jón Stefán Jónsson, Aðalbjörn Hannesson og Egill Ármann Kristinsson. Jón Stefán, sem þá var starfandi knattspyrnuþjálfari hjá Þór og Egill og Aðalbjörn sem þá voru starfandi hjá KA ákváðu að stofna saman félag sem þeir vildu að yrði til staðar sem litla liðið í knattspyrnu á Akureyri.
Árið 2011 dró félagið sig út úr keppnum í 3. deild karla og kvenna og með því lagðist knattspyrnuiðkun af hjá félaginu.
Á vordögum 2012 var ákveðið að stofna júdódeild undir merkjum Draupnis.
Þann 22. apríl 2012 var kosin ný stjórn sem hefur það á stefnuskrá sinni að vinna að framgangi júdóíþróttarinnar undir merkjum Draupnis.
30. maí 2012 boðaði aðalstjórn KA til félagsfundar í KA-heimilinu. Þar var að starfsemi Júdódeildar KA leggist af og iðkendur deildarinnar æfi og keppi undir merkjum Draupnis frá þeim degi.
21. ágúst 2012 fékk júdódeild Draupnis leyfi frá aðalstjórn KA til að hefja júdóæfingar í því húsnæði sem júdódeild KA hafði áður í KA heimili fyrir tímabilið 2012-2013. Þó var eingöngu um salinn að ræða en ekki þá geymslu- og félagsaðstöðu sem júdódeild KA hafði áður.
2. nóvember 2012 samþykkti Stjórn ÍBA á stjórnarfundinum flutninga á starfsemi Draupnis frá KA heimilinu í húsnæði Þrekhallarinnar í Íþróttahöllinni (sem Golfklúbbur Akureyrar notaði áður). Samþykkið var með þeim fyrirvörum að breytingin hafi ekki aukinn kostnað í för með sér fyrir Bandalagið og að séð sé til þess að aðstaðan, fyrir áframhaldandi starfsemi á báðum stöðum, verði viðunandi eftir flutninginn.
15. nóvember var eftirfarandi bókun gerð hjá Íþróttaráði Akureyrar.
:2012110061 - Æfingaraðstaða Íþróttafélagsins Draupnis :Erindi dags. 2. nóvember 2012 frá Íþróttabandalagi Akureyrar varðandi æfingaraðstöðu Íþróttafélagsins Draupnis.
Jón Óðinn Waage og Inga Björk Harðardóttir frá Draupni, Sævar Pétursson frá KA og Haukur Valtýsson frá ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
:Íþróttaráð veitir Íþróttafélaginu Draupni heimild til að flytja og nota júdódýnur og fjarðurgólf sem nú er í júdósal KA heimilisins í bráðabirgðaraðstöðu við Skólastíg 4, 600 Akureyri. Íþróttaráð vekur athygli á því að sá búnaður sem verður færður úr júdósal KA heimilisins er og verður áfram eign Akureyrarbæjar og í umsjón íþróttaráðs þegar leigutíma er lokið í bráðabirgðaraðstöðunni.
19. nóvember hóf Íþróttafélagið Draupnir æfingar í nýju húsnæði við Skólastíg 4.
Stjórnir Draupnis
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Formaður | Varaformaður | Gjaldkeri | ritari | Meðstjórandi | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|
2015 | Hans Rúnar Snorrason | Inga Steinlaug Hauksdóttir | Valbjörn Helgi Viðarsson | Hermann Torfi Björgólfsson | Aldís Einarsdóttir | ||
2015 | Jón Óðinn Waage | Inga Björk Harðardóttir | Valbjörn Helgi Viðarsson | Hans Rúnar Snorrason | Aldís Einarsdóttir | Hermann Torfi Björgólfsson (meðstj) | Inga Steinlaug Hauksdóttir (meðstj) |
2014 | Hans Rúnar Snorrason | Elín Jóhanna Bjarnadóttir | Valbjörn Helgi Viðarsson | Inga Björk Harðardóttir | Aldís Einarsdóttir | ||
2013 | Stefán Heiðar Bjarnason | Vilhelm Þorri Vilhelmsson | Hans Rúnar Snorrason | Inga Björk Harðardóttir | Elín Jóhanna Bjarnadóttir | ||
2012 | Stefán Heiðar Bjarnason | Vilhelm Þorri Vilhelmsson | Hans Rúnar Snorrason | Inga Björk Harðardóttir | Elín Jóhanna Bjarnadóttir | ||
2011 | Sævar Eðvarsson | Guðrún Soffía Viðarsdóttir | Birna Blöndal | Bryngeir Valdimarsson | Tinna Hermannsdóttir | Jón Stefán Jónsson (meðstjórnandi) | Atli Páll Gylfason (meðstjórnandi) |
2010 | Jón Stefán Jónsson | Guðrún Soffía Viðarsdóttir | Birna Blöndal | Aðalbjörn Hannesson | Tinna Hermannsdóttir | Sævar Eðvarðsson (meðstjórnandi) | Bryngeir Valdimarsson (meðstjórnandi) |
2009 | Egill Ármann Kristinsson | Jón Stefán Jónsson | Aðalbjörn Hannesson |