Åndalsnes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Loftmynd af bænum.
Åndalsnes með Romsdalshorn í baksýn.

Åndalsnes er bær í Mæri og Raumsdal í Vestur-Noregi. Bærinn er höfuðstaður Rauma-sveitarfélagsins og stendur við Romsdalsfjord. Eru íbúar um 2300 (2017). Áin Rauma rennur í gegnum bæinn. Bæjarstæði Åndalsnes þykir vera fagurt,fjöll upp í allt að 1800 metra eru þar í kring. Þverhnípið Trollveggen er þar nálægt í Raumsdal. Skemmtiferðaskip og ferðamenn á koma aðallega á sumrin. Vegir liggja til Molde og Kristjánssund til norðurs, til Álasunds í vestur og til Dombås í austur. Lest gengur einnig til Dombås þar sem hægt er að skipta til Þrándheims eða Ósló.