Kristjánssund

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kristjánssund.

Kristjánssund er sveitarfélag og þéttbýlisstaður í Norðurmæri í Mæri og Raumsdal í Noregi. Sveitarfélagið er á fjórum stórum eyjum en auk þess eru nokkrar minni eyjar, hólmar og sker. Þar eru góðar hafnaraðstæður og varð Kristjánssund snemma miðstöð skreiðarverkunar. Í nútíma urðu olíu- og jarðgasvinnsla mikilvægar atvinnugrein. Íbúar eru um 24.000 (2017).