Astrakhan
Útlit
(Endurbeint frá Ästerxan)
Astrakan (rússneska: А́страхань, Astrakhanj; tatarska: Ästerxan; persneska: حاجیترخان Haji-Tarkhan) er borg í suðurhluta evrópska Rússlands. Borgin stendur við ósa Volgu þar sem hún rennur út í Kaspíahaf. Íbúafjöldi er um hálf milljón.
Borgin stendur í frjósömum árósum Volgu þar sem mikið er um styrju og framandi jurtir. Nálægt þessum stað stóðu höfuðborgir Astrakankanatsins Xacitarxan og ríkis Kasara, Atil, á miðöldum. 1556 lagði Ívan grimmi kanatið undir sig og reisti nýtt hallarvirki (kreml) á brattri hæð með útsýni yfir Volgu. Á 17. öld var borgin hlið Rússlands að Austurlöndum og kaupmenn frá Armeníu, Persíu, Indlandi og Kívakanatinu settust þar að.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Astrakhan.