Fara í innihald

Futuregrapher

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Árni Grétar Jóhannesson)
Futuregrapher
FæddurÁrni Grétar Jóhannesson
6. desember 1983(1983-12-06)
Patreksfjörður, Ísland
Dáinn03. janúar 2025 (41 árs)
Ár virkur1998 – 2025
StefnurIDM, Ambient, Techno, Experimental
ÚtgáfufyrirtækiMöller Records
Móatún 7
Twisted Tree Line Records
VefsíðaFésbókarsíða

Árni Grétar Jóhannesson (6. desember 1983 - 3. janúar 2025, oftast nefndur Futuregrapher var íslenskur raftónlistarmaður og einn stofnenda Möller Records.[1][2] Hann gaf út þrjár breiðskífur, ‘LP’, ‘Skynvera’ og 'Hrafnagil', og spilaði víða við góðar undirtektir - m.a. á Iceland Airwaves, Sonar Reykjavík, Aldrei fór ég suður, Extreme Chill og bæði í N-Ameríku og Evrópu. Futuregrapher gaf út fjöldan allan af smáskífum - og gerði endurhljóðblandanir fyrir ýmsa tónlistarmenn, t.a.m. Mick Chillage, Samaris, Ghostigital og Kimono. Árni Grétar starfarði einnig í hljómsveitinni Royal, ásamt Birni Kristjánssyni (Borko), og með tónlistarmanninum Jóni Ólafssyni (Jón Ólafsson & Futuregrapher).[3][4][5]

Árni Grétar fæddist á Sjúkrahúsinu á Patreksfirði þann 6. desember 1983, og var sonur Kristínar Ólafsdóttur, verkalýðskonu (f. 8. mars 1959, d. 9. janúar 2004) og Stefáns Jóhannesar Sigurðssonar, vélvirkja (f. 12. febrúar 1953, d. 23.janúar 1999).[heimild vantar]

Diskógrafía

[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Acid Hverfisgata (2010)
  • ReBirth RB-338 (2016)
  • Music For 2 iMac G3 Computers (2017)
  • Natural white noise for babies and/or meditation (2018)

Smáskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • LP (2012)[6]
  • Skynvera (2014)
  • Eitt (2015)[7]
  • Hrafnagil (2016)[8]

Framleiðsla

[breyta | breyta frumkóða]
  • gugusar - Listen To This Twice (2020) - Mixing, Mastering

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Tómas Arnar Þorláksson (4. janúar 2025). „Árni Grétar Futuregrapher látinn“. Vísir.is. Sótt 4. janúar 2025.
  2. Brynjar Birgisson (4. janúar 2025). „Árni Grétar var einn fremsti raftónlistarmaður Íslands: „Hann var hlý sál". Mannlíf. Sótt 6. janúar 2025.
  3. Benedikt Reynisson (13. febrúar 2014). „Rafræn veisla fyrir augu og eyru“. Kjarninn. bls. 77. Sótt 4. janúar 2025 – gegnum Tímarit.is.Einkennismerki opins aðgangs
  4. Kristín Edda Frímannsdóttir (14. júní 2022). „Í afneitun um átröskun í ellefu ár“. Morgunblaðið. Sótt 6. janúar 2025.
  5. Ástrós Signýjardóttir (3. janúar 2025). „Árni Grétar Jóhannesson er látinn“. RÚV. Sótt 6. janúar 2025.
  6. Trausti Júlíusson (7. september 2012). „Flott fyrsta plata Futuregrapher“. Fréttablaðið. bls. 27. Sótt 4. janúar 2025 – gegnum Tímarit.is.Einkennismerki opins aðgangs
  7. Hannes Friðbjarnarson (24. júlí 2015). „Úr gömlum dönsunum á Airwaves“. Fréttatíminn. bls. 42. Sótt 4. janúar 2025 – gegnum Tímarit.is.Einkennismerki opins aðgangs
  8. Helgi Snær Sigurðsson (28. júní 2016). „Þykir rosalega vænt umþessa plötu“. Morgunblaðið. bls. 30. Sótt 6. janúar 2025 – gegnum Tímarit.is.Einkennismerki opins aðgangs
  Þessi tónlistargrein sem tengist æviágripi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.