Árni Þórarinsson (rithöfundur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Árni Þórarinsson 2015.

Árni Þórarinsson (f. 1. ágúst 1950) er íslenskur blaðamaður og rithöfundur sem er þekktastur fyrir kvikmynda- og tónlistargagnrýni sína í Morgunblaðinu og á síðari árum glæpasögur sínar. Árni skrifaði handrit að einum þætti þáttaraðarinnar Pressan sem var sýnd á Stöð 2 vorið 2008.

Verk[breyta | breyta frumkóða]

  • 1994 - Krummi: Hrafns saga Gunnlaugssonar - Viðtalsbók um Hrafn Gunnlaugsson.
  • 1998 - Nóttin hefur þúsund augu - Fyrsta bókin um Einar blaðamann.
  • 2000 - Leyndardómar Reykjavíkur 2000 - Meðhöfundur.
  • 2000 - Hvíta kanínan - Önnur bókin um Einar blaðamann.
  • 2001 - Blátt tungl - Þriðja bókin um Einar blaðamann.
  • 2002 - Í upphafi var morðið - Skrifuð með Páli Kristni Pálssyni.
  • 2005 - Tími nornarinnar - Fjórða bókin um Einar blaðamann.
  • 2006 - Farþeginn - Skrifuð með Páli Kristni Pálssyni.
  • 2007 - Dauði trúðsins - Fimmta bókin um Einar blaðamann. Samnefnt útvarpsleikrit eftir Hjálmar Hjálmarsson var flutt í Ríkisútvarpinu sumarið 2008.
  • 2008 - Sjöundi sonurinn - Sjötta bókin um Einar blaðamann.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]