Fara í innihald

Stærstu lekar Wikileaks

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stærstu lekar Wikileaks eru lekar frá vefsetrinu Wikileaks. Wikileaks hefur þá stefnu að aðeins skjöl af pólítískum, diplómatískum, sögulegum eða siðferðilegum toga eru birt á vefnum. Með orðalaginu stærstu lekar vefveitunnar, er átt við leka frá Wikileaks sem hafa stór áhrif, annaðhvort á Wikileaks vefinn sjálfan, einstök lönd eða alla heimsbyggðina.

Sómalískar morðskipanir

[breyta | breyta frumkóða]

Í desember 2006 var fyrsti leki Wikileaks gefin út. Lekinn fjallaði um leynilega ákvörðun Hassan Dahir Aweys sem er leiðtogi andspyrnusamtakanna Islamic Courts Union í Sómalíu. Hann mælti í lekanum um dráp á opinberum ríkisstarfsmönnum með því að nota glæpamenn sem leigumorðingja. Óvíst var um áreiðanleika skjalsins og vonuðust Wikileaks til þess að notendahópur sinn myndi hjálpa við málið.[1]

„Er það djörf stefnuyfirlýsing hástemmds íslamsk hryðjuverkasinna með tengsl við Bin Laden? Eða er það snjallt bragð hjá bandarísku leyniþjónustunni, hannað til þess að skemma orðspor andspyrnusamtakana, bækla símölsk bandalög og ráðskast með Kína?“

Fjölskylduspilling Daniel arap Moi

[breyta | breyta frumkóða]

31. ágúst 2007 var breska blaðið The Guardian með forsíðufrétt þess efnis um spillingu fjölskyldu fyrrum kenýska leiðtogans Daniel Arap Moi. Dagblaðið gaf það út að fréttin væri byggð á heimildum Wikileaks.[2]

Julius Baer bankinn lögsækir Wikileaks

[breyta | breyta frumkóða]

Í febrúar 2008 var Wikileaks.org lénið tekið niður eftir að svissneski bankinn Julius Baer Bank kærði Wikileaks og nafnaþjónsaðila þeirra, Dynadot, í Bandaríska ríkinu Kalíforníu og náðu fram varanlegum fyrirmælum sem skipuðu um lokunina.[3][4] Wikileaks hafði hýst ásakanir um ólögleg athæfi bankans á Cayman eyjum.[3] Hýsingaraðili Wikileaks í Bandaríkjunum, Dynadot, framfylgdi skipunninni með því að fjarlægja nafnaþjóns færslur. Hins vegar var enn þá hægt að komast á síðuna gegnum IP tölu hennar, og virkir meðlimir spegluðu Wikileaks á fjölmörgum stöðum víðs vegar um heiminn.[5]

Samtök réttinda almennings í Bandaríkjunum og Electronic Frontier Foundation lögðu fram tillögu sem mótmælti ritskoðuninni á Wikileaks. Samtök fréttamanna um frelsi fréttamiðla í landinu sendi ráðgjafar bréf til réttarinns fyrir hönd Wikileaks. Þeir báðu um áheyrn á þeim forsendum að Wikileaks hafi ekki mætt til réttarins og að málið hafi ekki verið skoðað út frá fyrstu grein stjórnarskrárinnar.[5] Sambandið sagði fyrir rétti meðal annars:

Wikileaks útvegar vettvang fyrir andmælasinna og uppljóstrara um allan heim til þess að opibera skjöl en Dynadot lögsóknin setur fyrrum takmarkanir sem að takmarka verulega aðgang að Wikileaks frá Internetinu sem byggist á fjölda innsendinga sem voru vé fengin með lögsókninni. Lögsókn á hendur Dynadot þessvegna brýtur í bága við þá grunnreglu að lögsókn getur ekki lokað fyrir öll samskipti útgefanda eða talsmanns.[5]

Bandaríski héraðsdómurinn snéri við ákvörðun sinni um lokun Wikileaks. Rökin voru spurningar um fyrri takmarkanir og möguleg brot á fyrstu grein stjórnarskrárinnar.[6] Wikileaks gat því sett síðuna sína upp aftur. Áframhald lögsóknar hefði sett bankann í hættu vegna laga í Kaníforníu sem vernda fólk sem hefur verið kært fyrir að tala um opinber mál. Þetta er talið vera ástæðan fyrir því að bankinn áfrýjaði aldrei dómi héraðsréttarins.[7] Dómarinn dró jafnframt til baka beiðni bankans um að banna birtingar vefsíðunnar.[5]

Vinnureglur í Guantánamo Bay

[breyta | breyta frumkóða]

Afrit af "Staðlaðar vinnureglur fyrir Camp Delta" frá Bandaríkjaher, skrifað í mars 2003 var sett inn á heimasíðu Wikileaks 7. nóvember 2007.[8] Skjalið, sem heitir „gitmo-sop.pdf“, er einnig speglað á vefsvæði tímaritsins Guardian.[9] Skjalið lítur út fyrir að vera raunverulegt skjal af reglunum árið 2003 á herfangelsinu við Guantanamo-flóa á Kúbu. Skjalið segir að nýir fangar séu settir í einangrun fyrstu tvær vikurnar svo að yfirheyrslur rannsóknarmanna og til þess að auka og nýta skynleysi fangana í yfirheyrslum. Skjalið gefur einnig í skyn að sumir fangar hafi ekki verið aðgengilegir alþjóðadeild Rauða krossins, sem er nokkuð sem herinn hefur þegar neitað. Skjalið lýsir í smáatriðum hvernig fangar eiga að vera handjárnaðir, leitaðir, hreyfðir og hvernig handjárnin séu tekin af eftirá.[10]

3. desember 2007 birti Wikileaks afrit af 2004 útgáfu af handbókinni,[11] með nákvæmum lýsingum á breytingunum milli útgáfanna tveggja.[12]

Innihald Yahoo tölvupóstfangs Söruh Palin

[breyta | breyta frumkóða]

Í september 2008 voru tekin skjáskot af Yahoo reikningi í eigu Söruh Palin. Sarah Palin var á þeim tíma í framboði til varaforseta Bandaríkjanna. Skjáskotin voru birt á vef Wikileaks, eftir að hópur sem kallar sig „Anonymous“ skurkaði[13] sig inn á pósthóf hennar. Lekinn sýnir að Palin hefur notað einkapósthóf fyrir vinnu sína, sem brýtur í bága við lög um að opinberar upplýsingar eigi að vera aðgengilegar, óski einstaklingur eftir því.[14] Aðgangsbrotið á netpóstinum hennar var birt víðsvegar í almennum fjölmiðlum.[15][16][17]

Þó að Wikileaks hafi tekist að halda nafni tölvuþrjótsins leyndu þá var komist að hvaðan netpósturinn frá Palin kom. Tölvuþrjóturinn notaði proxy þjóninn Ctunnel, sem að hleypir skólakrökkum á vinsælar vefsíður með aðstoð proxy þjónsins, svo þeir komist í gegnum varnir skólans. Skurk er þó ekki á meðal þess sem er leyft á þjóninum. Stofnandi þjónsins er Gabriel Ramuglia og vegna ólölegs aðgangs hjálpaði hann alríkslögreglu Bandaríkjanna að finna hvaðan skurkið kom.[18] Tölvuþrjóturinn reyndist vera David Kernell, 20 ára[19] hagfræðinemi við háskólann í Tennessee og sonur opinbers fulltrúa demókrata frá Tennessee, Mike Kernell, frá Memphis.[20]

Listi yfir meðlimi í Breska þjóðarflokknum

[breyta | breyta frumkóða]

Listi yfir meðlimi í Breska þjóðarflokknum birtust fyrst á bloggsíðu á netinu, sem var síðar eytt. Síðar birtist sami listinn á Wikileaks 18. nóvember 2008. Listinn birti persónulegar upplýsingar 13.500 meðlima Breska þjóðarflokksinns. Nokkur fjöldi af kennurum og lögregluþjónum eru á listanum.[21] Samkvæmt samþykkt félags lögreglufulltrúa í Bretlandi er bannað að ganga til liðs við eða koma Breska þjóðarflokknum á framfæri.[22] Að minnsta kosti einum lögregluþjóni var sagt frá störfum vegna listans.[23] Flokkurinn var þekktur til þess að fara svoldið langt í að leyna upplýsingum um meðlimi sína. Þann 19. nóvember, sagði formaður flokksins, Nick Griffin, sagði að hann vissi hver upprunalega lak listanum og lýsti honum sem harðlínuyfirmanni sem sagði sig úr flokknum 2007.[21][24]

Listar yfir ritskoðun Internetsins

[breyta | breyta frumkóða]

Wikileaks hefur birt lista yfir bönnuð eða ólögleg lén í nokkrum löndum.

19. mars 2009 birti Wikileaks svarta lista Áströlsku samskiptar stofnunarinnar. Forsaga málsins er að ástralska þingið tók til umræðu í Janúar 2008 lög um að netþjónustuaðilar ættu að sía út óæskilegt efni til heimila. Ríkistjórnin réttlætti lögin með því að segja að ritskoðunin sé ómissandi gegn baráttunni á barnaklámi, höfundarrétt og ærumleiðingum.[25] Ljóst er að listinn er ekki vopn gegn barnaklámi eins og hann átti að vera. Margar síðana innihalda meðalmagn af fullorðinsefni, pókerráðum eða engu sem getur talist umdeilt.[26][27] Samskiptaráðherra Ástralíu, Stephen Conroy, afneitaði listanum. Hann sagði listann ónákvæman og að hann sé ekki sá sem væri í prófunum.[28]

Svartur listi frá Tælandi var birtur á Wikileaks. Julian Assange sagði í tengslum við þann lista að ritskoðunarkerfi væru "undantekningarlaust siðspillt". Tælenski listinn innihélt yfir 1.200 síður þar sem konungsfjölskyldan var gagnrýnd. Listinn átti upphaflega að berjast á móti barnaklámi.[29] Listinn var síðast uppfærður 18. nóvember 2007 og inniheldur í heild sinni 50.000 vefsíður.[30]

Wikileaks hefur jafnframt birt svartan lista frá Danmörku og Noregi.[25]

Bilderberg Group fundarskýrslur

[breyta | breyta frumkóða]

Síðan í maí 2009 hefur Wikileaks birt nokkrar fundaskýrslur Bilderberg Group, leynilegs félags konungsfjölskyldna og æðstu manna ríkistjórna Bandaríkjanna og Evrópu.[31] Fundarskýrslunar eru flestar frá sjötta áratug 20. aldar. Fundarskýrslan frá árinu 1956 innihélt sögu hópsins.[32]

Fyrir nokkrum árum var stór hópur fólks sem fann fyrir áhyggjum af vaxandi vantrausti á Bandaríkin [...] Þessi tilfinning orsakaði umfangsmikinn ótta beggja vegna atlantshafsins og árið 1952 fannst mér kominn tími til við fyrsta tækifæri að fjarlægja tortryggni, vantraust og skort á sjálfstrausti sem ógnuðu samkomulaginu eftir stríðið [í seinni heimstyrjöldinni] af Bandamönnum. [...] Til fundana myndum við bjóða valdamiklu og áreiðanlegu fólki sem deildu virðingu þeirra sem vinna í þjóðar og alþjóðarmálum og þeirra sem gætu átt persónuleg samskipti við ráðamenn á fundinum til þess að miðla málum í þessum erfiðleikum.
 
— Úr fundaskýrslu Bilderberg Group, 1956.[32]

Olíuskandall Perú 2008

[breyta | breyta frumkóða]

28. janúar 2009 birti Wikileaks 86 símhleranir af perúskum sjtórnmála- og viðskiptamönnum tengdir perúska olíuskandalnum 2008, "Petrogate". Birting upptakanna fór á forsíður fimm perúskra dagblaða.[33]

Eiturefnalosun í Afríku: Minton skýrslan

[breyta | breyta frumkóða]

14. september 2009 gaf Wikileaks út skýrslu frá fyrirtækinu Trafigura um brennisteins efnaleka við eina stærstu borg Fílabeinstrandarinnar, Abidjan.[34] Forsaga málsins byrjaði árið 2002, þegar að Cadereyta endurvinnslan, í Abidjan, Fílabeinströndinni, fékk of mikið af úrgangi frá Mexíkanska ríkisfyrirtækinu Pemex. Endurvinnslan hafði ekki búnað til þess að minnka brennistein og sílíkon díoxíð. Þeir reyndu sjálfir að vinna efnin, en það hafði áhrif á aðra vinnslu endurvinnslunar. Efnið var því flutt í ker, og 30 mánuðum síðar þegar kerið varð fullt var brennisteinninn losaður úr kerinu til að gera efnið seljanlegt. Eftir stóð brennisteinn sem endurvinnslan þurfti að losna við. Þeir reyndu að fá hann unnin annars staðar, en fannst að lokum verðið of dýrt. 500 tonnum af brennistein var því dælt í kringum Abdjan, stærstu borg Fílabeinstrandarinnar. 16 drápust við atvikið og 100.000 urðu fyrir heilsuvandamálum vegna lekans.[35]

Í kjölfarið sendi Breska lögfræðistofan Carter Ruck lögfræðistefnu til Noregs, Hollands, Eistlands, á tímaritið The Times og þáttinn Newsnight hjá BBC.[36] Jafnframt var tímaritið Guardian kært fyrir að birta fyrirspurnir um málið á Breska þinginu.[37] Málið olli titringi á samfélagsvefnum Twitter.[38] Tilgangur málsóknanna var að stoppa umfjöllun um Trafigura málið. Bæði notendur á samfélagsvefnum Twitter og tímaritið Guardian hafa staðhæft að þau ótalmörg tvít sem voru um málið á Twitter höfðu haft áhrif á farveg lögsóknarinnar.[39] Lögsóknin var síðar dregin til baka.[40]

Wikileaks hefur birt innra skjal Kaupþings[41] rétt fyrir hrun íslenska bankakerfisins, sem leiddi til kreppunnar 2008-2010. Kaupþing krafðist lögbanns á fréttaflutningi Ríkisútvarpsins úr lánayfirliti bankans. Kaupþing sagði ástæðu lögbannsins að vernda trúnaðarsamband sitt við viðskiptavini. Ekkert var þó hægt að aðhafast í málinu gagnvart Wikileaks, þar sem vefsíðan er utan íslenskrar lögsögu.[42] Málið vakti mikla umfjöllun og óánægju íslensks almennings um að ekki mætti birta upplýsingar um mikilvæg mál. Lögsóknin á hendur RÚV var síðar dregin til baka, til að Kaupþing myndi ekki baka sér óvinsældir almennings.[43] Í kjölfarið voru ákærur tengdar margmilljarðar evru láni til Exista og annarra stórra hlutabréfahafa eru í rannsókn. Bankinn er að reyna að ná til baka lánum tekinn af fyrrum starfsmönnum bankans fyrir hrun.[44] Síðar, að frumkvæði Birgittu Jónsdóttur, sjálfboðaliða Wikileaks og íslensks þingmanns, var Wikileaks fengið til þess að vera ráðgefandi fyrir lög um Icelandic Modern Media Initiative. Það miðar að því að byggja upp verndun á hvaðan fréttir koma, fréttamönnunum og útgefendum fréttanna.[45]

Skýrsla bandarísku leyniþjónustunnar um Wikileaks

[breyta | breyta frumkóða]

15. mars 2010 setti Wikileaks á vefinn leynilega 32 blaðsíðna gagnleyniþjónustu greiningarskýrslu frá Varnamálaráði Bandaríkjanna frá því í mars 2008. Skjalið lýsti nokkrum áhugaverðum lekum sem höfðu átt sér stað á síðunni sem tengdust öryggismálum Bandaríkjanna og lýstu mögulegum leiðum til að skipuleggja félagið. Ritstjóri Wikileaks, Julian Assange, sagði að sumar upplýsingar skýrslunnar væru ekki alveg réttar og það sem hún mælti með væri gallað[46] og einnig voru áhyggjur um Bandaríkjaher sem skýrslan olli bara í þykjustunni.[47] Í skýrslunni var rætt hvort vega skyldi mögulega uppljóstrara með því að segja þeim upp og ákæra þá fyrir glæpsamleg athæfi. Ástæður fyrir árásinni voru meðal annars áberandi lekar svo sem eyðsla Bandaríkjanna á ýmsum búnaði, mannréttindabrot í Guantanamo Bay og bardaginn yfir íraska bænum Fallujah.[48]

Myndband frá flugárás í Bagdad

[breyta | breyta frumkóða]

5. Apríl 2010 sleppti Wikileaks trúnaðargögnum frá bandaríska hernum í formi myndefnis frá röð árása sem gerð var á Bagdad 12. júlí 2007 af bandarískri þyrlu sem drap 12, þar á meðal tvo fréttamenn frá Reuters, Saeed Chmagh og Namir Noor-Eldeen, á síðu sem nefndist „tryggingamorð“. Myndefnið var gert úr 39 mínútum af óbreyttu efni og 18 mínútum af efni sem hafði verið breytt og skýringartal sett inn á. Greiningar á myndbandinu bendir til þess að maður, sem var talinn bera AK-47 árásarriffil og annar með eldflaugahandsprengju, þó að „enginn hefði búist við óvinveittum aðgerðum.“[49]

Bandaríski herinn gerði „óformlega“ rannsókn á atvikinu, en á eftir að gefa frá sér efni málsins (svo sem svarnar yfirlýsingar hermanna sem tengjast málinu eða áætlaðar skemmdir frá bardögunum) sem voru notuð, sem leiddi til þess að fréttin um málið var gagnrýnd sem „óvönduð“.[50]

Vikunni eftir birtingu fréttarinar varð leitarorðið "Wikileaks" með mesta vöxt á heimsvísu seinustu sjö daga samkvæmt mælingum Google.[51]

Handtaka Chelsea Manning

[breyta | breyta frumkóða]

22 ára upplýsingasérfræðingur í her BNA, óbreyttur af fyrstu gráðu (fyrrum sérfræðingastöðu) Chelsea Manning (þá þekkt sem Bradley Manning), var handtekinn eftir að meintir spjallrásarannálar voru sendir til yfirvalda af fyrrverandi hakkaranum Adrian Lamo, sem hann hafði treyst. Manning á að hafa sagt Lamo að hann væri með fréttaleka um flugárásirnar á Bagdad 12. júlí 2007 ásamt myndbandi af Granai flugárásinni og um 260.000 diplómatíska kapla sem fóru bæði til Wikileaks.[52][53] Wikileaks sagði „ásakanir í Wired sem segja að okkur hafi verið sendir 260.000 bandarískir trúnaðarkaplar eru, að okkar bestu vitneskju, ósannar.“[54] Wikileaks hafa sagt að þeir hafa enn ekki getað staðfest hvort að Manning væri í raun uppljóstrari myndbandsins og segja „við söfnum aldrei persónulegum upplýsingum um uppljóstrara okkar“ en þeir hafa samt sem áður „tekið varúðarráðstafanir til þess að gæta öryggis hans og lagalega vörn.“[53][55] 21. júní sagði Julian Assange The Guardian að WikiLeaks hefði ráðið þrjá bandaríska glæpalögfræðinga til þess að verja Manning en að þeim hefði ekki verið veittur aðgangur að honum.[56]

Manning á að hafa skrifað að „alls staðar þar sem Bandaríkin gera sig heimakomna er diplómatískur skandall sem á eftir að uppljóstrast.“[57] Samvkæmt Washington Post lýsti hann köplunum einnig sem „útskýringu á hvernig vesturheimar nýta þriðja heiminn í smáatriðum frá innanverðu sjónarhorni.“[58]

Á dagskrá

[breyta | breyta frumkóða]

Wikileaks hafa sagst eiga myndbandsupptökur af fjöldamorði á borgurum í Afganistan framin af bandaríska hernum, ef til vill Granai fjöldamorðið, sem þeir eru að undirbúa að birtingu á fljótlega.[59][60] Julian Assange hefur sagt að „akkúrat núna erum við með sköpun sögunnar í höndunum“.[61][62]


Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „WikiLeaks and Julian Paul Assange“. The New Yorker. Sótt 8. júní 2010.
  2. Rice, Xan (31. ágúst 2007). „The looting of Kenya“. The Guardian. London. Sótt 28. febrúar 2008.
  3. 3,0 3,1 „Wikileaks.org under injunction“. Wikileaks. 18. febrúar 2008. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. mars 2008. Sótt 28. febrúar 2008.
  4. „Bank Julius Baer & Co. Ltd. et al. v. Wikileaks et al“. News.justia.com. Sótt 13. mars 2009.
  5. 5,0 5,1 5,2 5,3 „Judge reverses Wikileaks injunction“. The Inquirer. 2. mars 2008. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. febrúar 2010. Sótt 23. september 2009.
  6. Philipp Gollner (29. febrúar 2008). „Judge reverses ruling in Julius Baer leak case“. Reuters. Sótt 1. mars 2008.
  7. Claburn, Thomas (6. mars 2008). „Swiss Bank Abandons Lawsuit Against Wikileaks: The wiki had posted financial documents it said proved tax evasion by Bank Julius Baer's clients“. InformationWeek.
  8. "Sensitive Guantánamo Bay Manual Leaked Through Wiki Site", Wired 14. Nóvember 2007
  9. Nákvæm staðsetning skjalsins á Guardian.
  10. „Guantanamo operating manual posted on Internet“. Reuters. 15. nóvember 2007. Sótt 15. nóvember 2007.
  11. "Camp Delta Operating Procedure (2004)". Wikileaks.org. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. september 2010. Sótt 13. mars 2009.
  12. "Changes in Guantanamo SOP manual (2003-2004)". Wikileaks.org. Sótt 13. mars 2009.
  13. Orðið „skurka"
  14. Zetter, Kim (17. september 2008). „Group Posts E-Mail Hacked From Palin Account – Update“. Wired.
  15. Shear, Michael D. (18. september 2008). „Hackers Access Palin's Personal E-Mail, Post Some Online“. washingtonpost.com. Sótt 18. september 2008.
  16. „FBI, Secret Service Investigate Hacking of Palin's E-mail“. foxnews.com. 18. september 2008. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. nóvember 2008. Sótt 18. september 2008.
  17. Swaine, Jon (18 Sep 2008). „Sarah Palin's email account broken into by hackers“. London: telegraph.co.uk. Afrit af upprunalegu geymt þann 22 október 2010. Sótt 18. september 2008.
  18. „Memo to US Secret Service: Net proxy Maí pinpoint Palin email hackers“. TheRegister. Sótt 21. september 2008.
  19. „Federal Bureau of Investigation - Knoxville Division - Press Releases - Department of Justice“. Knoxville.fbi.gov. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. október 2008. Sótt 16. nóvember 2009.
  20. „David Kernell, 20, indicted for Palin email hack“. Los Angeles Times. Sótt 16. nóvember 2009.
  21. 21,0 21,1 Cobain, Ian (19. nóvember 2008). „BNP membership list posted online by former 'hardliner'. London: The Guardian. Sótt 19. nóvember 2008.
  22. „Police officer faces investigation after being 'outed' as BNP supporter in membership leak“. DailyMail. Sótt 19. nóvember 2008.
  23. 'BNP membership' officer sacked“. BBC. 21. mars 2009. Sótt 23. mars 2009.
  24. „BNP Membership List Exposed“. Infoshop News. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. desember 2008. Sótt 19. nóvember 2008.
  25. 25,0 25,1 Vivian Wai-yin Kwok (19. mars 2009). „Aussie Internet Blacklist Has Gray Areas“. Forbes.com. Sótt 19. mars 2009.
  26. Colin Jacobs (19. mars 2009). „Leaked Government blacklist confirms worst fears“. Electronic Frontiers Australia. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. mars 2009. Sótt 19. mars 2009.
  27. Liam Tung (19. mars 2009). „Wikileaks spills ACMA blacklist“. ZD Net Australia. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. febrúar 2010. Sótt 19. mars 2009.
  28. Nic MacBean (19 Mars 2009). „Leaked blacklist irresponsible, inaccurate: Conroy“. ABC News. Sótt 19. mars 2009.
  29. Asher Moses (19. mars 2009). „Leaked Australian blacklist reveals banned sites“. Sydney Morning Herald. Sótt 19. mars 2009.
  30. „Internet Censorship in Thailand“. wikileaks.org. Afritað af uppruna á 16. janúar 2008. Sótt 17. júní 2010.
  31. "Bildeberg Group Documents". Wikileaks.org. Sótt 11. maí 2009.
  32. 32,0 32,1 "Bilderberg Group History, 1956". Wikileaks.org. Sótt 11. maí 2009.
  33. „86 interceptaciones telefonicas a politicos y autoridades peruanos, más del caso Petrogate, 2008“. Wikileaks. Sótt 16. nóvember 2009.
  34. „RE: Caustic Tank Washings, Abidjan, Ivory Coast“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 7. október 2009. Sótt 16. október 2009.
  35. Duckett, Adam (13. október 2009). „Trafigura story breaks“. The Chemical Engineer. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. nóvember 2010. Sótt 14. október 2009.
  36. „A gag too far“. Index On Censorship. október 2009. Sótt 14. október 2009.
  37. Leigh, David (12 Október 2009). Guardian gagged from reporting parliament. The Guardian.
  38. Rusbridger, Alan (14. október 2009). The Trafigura fiasco tears up the textbook. The Guardian.
  39. Higham, Nick (13. október 2009). When is a secret not a secret? BBC News.
  40. Leigh, David (13. október 2009). „Gag on Guardian reporting MP's Trafigura question lifted“. The Guardian. London. Sótt 14. október 2009.
  41. „Financial collapse: Confidential exposure analysis of 205 companies each owing above €45M to Icelandic bank Kaupthing, 26 September 2008“. Wikileaks. 29. júlí 2009. Afrit af upprunalegu geymt þann 5 febrúar 2021. Sótt 22. september 2009.
  42. „Miklar hreyfingar rétt fyrir hrun“. Vísir. Sótt 21. október 2010.[óvirkur tengill]
  43. AP News, 2009, „Iceland Court Lifts Gag Order After Public Outrage“ Geymt 30 apríl 2011 í Wayback Machine
  44. „Failed Icelandic bank seeks 197 million euros from former staff“. AFP. 17. maí 2010. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. maí 2012. Sótt 20. október 2010.
  45. „Iceland's journalism freedom dream prompted by Wikileaks“. BBC. 13 Febrúar 2010.
  46. Mccullagh, Declan (15 Mars 2010). „U.S. Army worried about Wikileaks in secret report“. CNET Networks. Afrit af upprunalegu geymt þann 12 október 2013. Sótt 15. mars 2010.
  47. Strom, Stephanie (17. mars 2010). „Pentagon Sees a Threat From Online Muckrakers“. nytimes. Sótt 30. apríl 2010.
  48. „U.S. Intelligence planned to destroy WikiLeaks“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 22. desember 2010. Sótt 20. október 2010.
  49. Elisabeth Bumiller; Brian Stelter (6. apríl 2009). „Video Shows U.S. Killing of Reuters Employees“. New York Times. Sótt 7. apríl 2010.
  50. Khatchadourian, Raffi (2010-04-09) The WikiLeaks Video: Reading the Report, The New Yorker
  51. Current Google Insights trends: Wikileaks posts clasified military video, Masters Geymt 27 ágúst 2011 í Wayback Machine, The Independent, (2010-04-12)
  52. Poulsen, Kevin; Zetter, Kim (6. júní 2010). „U.S. Intelligence Analyst Arrested in Wikileaks Video Probe“. Wired (magazine). Sótt 15 Júní 2010.
  53. 53,0 53,1 „US intelligence analyst arrested over security leaks“. BBC News. 7. júní 2010. Sótt 15. júní 2010.
  54. Fildes, Jonathan (7. júní 2010). „Hacker explains why he reported 'Wikileaks source'. BBC News. Sótt 15. júní 2010.
  55. Fildes, Jonathan (8. júní 2010). „Wikileaks site unfazed by arrest of US army 'source'. BBC News. Sótt 15. júní 2010.
  56. Traynor, Ian (21. júní 2010). „WikiLeaks founder Julian Assange breaks cover but will avoid America“. guardian.co.uk. Sótt 21. júní 2010.
  57. Kevin Poulsen and Kim Zetter (6. júní 2010). „U.S. Intelligence Analyst Arrested in Wikileaks Video Probe“. Wired.
  58. Ellen Nakashima (10. júní 2010). „Messages from alleged leaker Bradley Manning portray him as despondent soldier“. The Washington Post.
  59. Campbell, Matthew (11 Apríl 2010). „Whistleblowers on US 'massacre' fear CIA stalkers“. London: The Times. Afrit af upprunalegu geymt þann 30 maí 2012. Sótt 21. maí 2010.
  60. Warrick, Joby (19. maí 2010). „WikiLeaks works to expose government secrets, but Web site's sources are a mystery“. The Washington Post. Sótt 21. maí 2010.
  61. Nikki Barrowclough (22. maí 2010). „Keeper of secrets“. The Age.
  62. Raffi Khatchadourian (7. júní 2010). „No Secrets: Julian Assange's mission for total transparency“. The New Yorker.