Fangabúðirnar við Guantanamo-flóa

Hnit: 19°54′03″N 75°05′59″V / 19.90083°N 75.09972°V / 19.90083; -75.09972
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

19°54′03″N 75°05′59″V / 19.90083°N 75.09972°V / 19.90083; -75.09972

Fangar við komu til Camp X-Ray í janúar 2002.

Fangabúðirnar við Guantanamo-flóa[1] eru fangabúðir við herstöðina við Guantánamo-flóa sem hafa verið í umsjá Joint Task Force Guantanamo frá árinu 2002.[2] Búðunum er skipt í þrjú svæði: Camp Delta (sem Camp Echo er hluti af), Camp Iguana og Camp X-Ray (sem nú er búið að loka). Tilgangur búðanna er að einangra og yfirheyra meinta hryðjuverkamenn sem tengjast al-Qaeda eða Talíbönunum en þar er einnig fjölda manna haldið sem taldir eru saklausir en bíða þess að vera fluttir annað. Þeir sem fluttir eru til búðanna hafa verið skilgreindir af bandarískum yfirvöldum sem óvinveittir bardagamenn og þannig komist hjá því að veita þeim þá réttarstöðu sem þeim væri að öðrum kosti tryggð með Genfarsáttmálunum og bandarískum lögum. Niðurstaðan er því sú að bandaríska ríkisstjórnin hefur nær ótakmarkað vald yfir þessum mönnum og hefur þetta verið umdeilt umfjöllunarefni.

Frá því að stríðið í Afghanistan hófst í lok árs 2001 hafa 775 fangar verið fluttir til Guantánamo-fangabúðanna, þar af hafa 420 verið látnir lausir. Um 335 fangar eru þar í dag, fimmtungur þeirra bíða þess að vera látnir lausir. Bandarísk yfirvöld hafa gefið það út að þau muni sleppa flestum en sækja á bilinu 60-80 til saka.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Búðirnar eru oft einfaldlega nefndar Guantanamo eða Gitmo sem er vísun í styttinguna GTMO sem er notuð innan bandaríska hersins.
  2. Afghan Prisoners Going to Gray Area: Military Unsure What Follows Transfer to U.S. Base in Cuba, Washington Post, 9. janúar 2002

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • Heimasíða fangabúðanna
  • Amnesty International: Guantánamo (sjá einnig greinargerð Geymt 2 febrúar 2007 í Wayback Machine).
  • Þingsályktunartillaga frá Alþingi um að loka eigi Guantánamo
  • „Hvers vegna er bandarísk herstöð á Kúbu?“. Vísindavefurinn.