Afganistan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
د افغانستان اسلامي دولت
دولت اسلامی افغانستان
Da Afġānistān Islāmi Dawlat
Dawlat-e Eslāmi-e Afġānestān
Islamic Republic of Afghanistan
Fáni Afganistan Skjaldamerki Afganistan
(Fáni Afganistan) (Skjaldarmerki Afganistan)
Kjörorð: ekkert
Þjóðsöngur: Milli Tharana
Staðsetning Afganistan
Höfuðborg Kabúl
Opinbert tungumál dari og pashto
Stjórnarfar Íslamskt lýðveldi
Hamid Karzai
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
41. sæti
652.864 km²
0
Mannfjöldi
 • Samtals (2011)
 • Þéttleiki byggðar
37. sæti
29.800.000
46/km²
VLF (KMJ)
 • Samtals
 • á mann
áætl. 2007
19,84 millj. dala (114. sæti)
724 dalir (172. sæti)
VÞL (1993) 0,229 (ekki flokkað. sæti)
Gjaldmiðill afgani (AFN)
Tímabelti UTC+4,30
Þjóðarlén .af
Landsnúmer 93

Afganistan (dari افغانستان, Afġānistān) er landlukt land í Mið-Asíu eða Suðvestur-Asíu og er stundum talið til Mið-Austurlanda þar sem það liggur á írönsku hásléttunni. Afganistan á landamæriÍran í vestri, Pakistan í suðri og austri, Túrkmenistan, Úsbekistan og Tadsjikistan í norðri og Kína í austasta hluta landsins. Hluti hins umdeilda Kasmírhéraðs, sem Indland og Pakistan gera tilkall til, er við landamæri Afganistan. Nafnið Afganistan þýðir „Land Afgananna“.

Segja má að Afganistan sé mitt á milli Vestursins og Austursins, frá örófi alda hefur fólk ferðast í gegnum landið í ýmsum erindagjörðum, t.d. verslun eða fólksflutningar. Þess vegna er Afganistan ákaflega menningarlega fjölbreytt land. Þar býr fjöldi þjóðarbrota. Landið er talið hafa töluvert mikilvægi vegna staðsetningar og hafa ófáir innrásarherir gert innreið sína í landið. Að sama skapi hafa þarlendir höfðingjar byggt sér stórveldi. Árið 1747 stofnaði Ahmad Shah Durrani Durrani-keisaradæmið með höfuðborgina sem Kandahar. Síðar meir var Kabúl gerð að höfuðborg og stór landsvæði töpuðust til nágrannaríkja. Á 19. öld var Afganistan leppríki í pólitískum valdahrókeringum milli Breska heimsveldisins og Rússneska keisaraveldisins. Þann 19. ágúst 1919 varð Afganistan sjálfstætt eftir þriðja stríðið við Bretana fyrir sjálfstæði.

Allt frá lokum áttunda áratugarins hefur verið stríð eða stríðsástand í Afganistan. Árið 1978 réðust Sovétríkin inn í landið og þá hófust átök sem áttu eftir að endast í áratug. Á tíunda áratugnum komust Talíbanar til valda, hópur mjög öfgasinnaðra múslima og þar fékk Osama bin Laden griðastað á tímabili. Eftir hryðjuverkin 11. september 2001 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að senda alþjóðlegar öryggissveitir til landsins.

Tenglar[breyta]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.