Nýja-Kaledónía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Kort af Nýju-Kaledóníu.

Nýja-Kaledónía (franska: Nouvelle-Calédonie, einnig kallað Kanaky og Le Caillou) er eyjaklasi í Suðvestur-Kyrrahafi, um 1 200 km austan við Ástralíu og 1.500 km norðaustan við Nýja-Sjáland. Eyjarnar eru undir yfirráðum Frakklands. Stærsta eyjan er Grande Terre, en að auki tilheyra umdæminu margar smærri eyjar og rif. Samtals er stærð þeirra 18 575 km². Íbúar töldust vera 245 580 árið 2009, þar af tæplega 100 000 í höfuðborginni Nouméa. Þjóðarlén umdæmisins er .nc.

Nýja-Kaledónía var áður svokallað handanhafsumdæmi Frakklands en fékk sérstaka stöðu og meira sjálfræði með svonefndum Nouméa-samningi árið 1998. Ákvæði samningsins gilda til bráðabirgða þar til haldin verður þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort landið skuli lýst sjálfstætt eða vera áfram hluti Frakklands. Fyrirhugað er að halda þá atkvæðagreiðslu á árunum 2014–2018.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.