Kókoseyjar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Territory of the Cocos (Keeling) Islands
Fáni Kókoseyja
Fáni
Kjörorð:
Maju Pulu Kita
Staðsetning Kókoseyja
Höfuðborg Vesturey
Opinbert tungumál enska
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn

Konungur Karl 3.
Landstjóri David Hurley
Ástralskt umdæmi
 • Innlimað í
Breska heimsveldið

1857 
 • Undir ástralskri stjórn 1955 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)

14 km²
0
Mannfjöldi
 • Samtals (2016)
 • Þéttleiki byggðar

544
43/km²
Gjaldmiðill ástralskur dalur
Tímabelti UTC+6:30
Þjóðarlén .cc
Landsnúmer +61 891

Kókoseyjar (eða Keeling-eyjar) eru eyjaklasi í Indlandshafi, suðvestan við Jólaeyju og miðja vegu milli Ástralíu og Srí Lanka. Eyjarnar eru undir yfirráðum Ástralíu. Í eyjaklasanum eru tvær baugeyjar með samtals 27 kóraleyjum. Tvær þeirra, Vesturey og Heimaey, eru byggðar. Um 600 manns búa á eyjunum.

Eyjarnar voru upphaflega nefndar eftir skipstjóranum William Keeling sem uppgötvaði þær árið 1609. Þær voru óbyggðar fram á 19. öld þegar enskur ævintýramaður, Alexander Hare, settist þar að með fjörutíu konum. Skoskur skipstjóri, John Clunies-Ross, settist þar að skömmu síðar og hrakti Hare frá eyjunum. Bretar lögðu eyjarnar formlega undir sig árið 1857 en Viktoría Bretadrottning gaf afkomendum Clunies-Ross eyjarnar til eilífrar eignar árið 1886. Árið 1901 var sett upp símskeytastöð með neðansjávartengingum við aðrar eyjar á Indlandshafi. Stöðin reyndist mikilvæg í fyrri og síðari heimsstyrjöld. Eftir stríðið var eyjunum fyrst stjórnað frá Singapúr en Ástralía tók við stjórn þeirra árið 1955. Ástralska stjórnin neyddi Clunies-Ross-fjölskylduna til að selja eyjarnar árið 1978.

Afkomendur upprunalegu landnemanna eru kallaðir Kókosmalajar. Þeir eru um 5000 talsins og búa flestir í Malasíu en um 400 búa enn á eyjunum. Þeir tala Basa Pulu Kokos sem er afbrigði af malasísku með enskum og skoskum tökuorðum og aðhyllast súnní íslamstrú.

Heiti[breyta | breyta frumkóða]

Eyjarnar hafa verið kallaðar Kókoseyjar frá 1622, Keeling-eyjar frá 1703, Kókos-Keeling-eyjar af James Horsburgh 1805, og Keeling-Kókoseyjar á 19. öld.[1] „Kókos-“ vísar til kókospálma sem vaxa á eyjunum, en „Keeling-“ er vísun í William Keeling sem uppgötvaði eyjarnar árið 1609.[1]

John Clunies-Ross,[2] sem sigldi þangað á kaupskipinu Borneo árið 1825, kallaði eyjarnar Borneókóraleyjar, en notaði „Keeling“-nafnið aðeins um eina eyjuna, North Keeling, og „Kókoseyjar“ aðeins um South Keeling.[3][4] Rithátturinn „Kókos(Keeling)-eyjar“ kom fyrst fyrir árið 1916,[5] og varð opinber með Kókos(Keeling)-eyjalögunum 1955.[1]

Malasíska heitið er Pulu Kokos (Keeling). Á skiltum á eyjunum eru líka malasískar þýðingar.[6][7]

Efnahagslíf[breyta | breyta frumkóða]

Íbúar á eyjunum eru um 600 talsins. Ferðaþjónusta er enn lítil en fer vaxandi og byggist á strandferðamennsku og afþreyingu. Árið 2016 nefndi rithöfundurinn Brad Farmer, höfundur bókarinnar 101 Best Beaches 2017, eina strönd á Direction Island „bestu strönd Ástralíu“.[8][9]

Matvælaframleiðsla felst aðallega í lítilsháttar garðrækt og fiskveiðum, en mest af matvælum og öðrum nauðsynjum er flutt inn frá Ástralíu og fleiri stöðum.

Fyrirtækið Cocos Islands Cooperative Society Ltd. ræður verkafólk í byggingarvinnu, uppskipun og siglingu léttabáta. Aðrir vinna við ferðaþjónustu. Atvinnuleysi var 6,7% árið 2011.[10]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 Woodroffe, C.D.; Berry, P.F. (Febrúar 1994). Scientific Studies in the Cocos (Keeling) Islands: An Introduction. Atoll Research Bulletin. 399. árgangur. Washington DC: National Museum of Natural History. bls. 1–2. Afrit af uppruna á 10. apríl 2016. Sótt 26. ágúst 2015.
  2. „Dynasties: Clunies-Ross“. www.abc.net.au. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. ágúst 2014. Sótt 6. janúar 2016.
  3. Horsburgh, James (1841). „Islands to the Southward and South-eastward of Java; The Keeling or Cocos Islands“. The India directory, or, Directions for sailing to and from the East Indies, China, Australia, and the interjacent ports of Africa and South America: comp. chiefly from original journals of the honourable company's ships, and from observations and remarks, resulting from the experience of twenty-one years in the navigation of those seas. 1. árgangur (5th. útgáfa). London: W.H. Allen and Co. bls. 141–2.
  4. Ross, J. C. (Maí 1835). „The Cocos' Isles“. The Metropolitan. Peck and Newton. bls. 220.
  5. Weber, Max Carl Wilhelm; Weber, Lieven Ferdinand de Beaufort, Max Wilhelm Carl (1916). The Fishes of the Indo-australian Archipelago. Brill Archive. bls. 286. Afrit af uppruna á 31. desember 2015. Sótt 26. ágúst 2015.
  6. https://s-media-cache-ak0.pinimg.com/originals/1a/22/b3/1a22b3506897ed6571e01f37ab80722c.jpg
  7. „Archived copy“. Afrit af uppruna á 11. janúar 2018. Sótt 11. janúar 2018.
  8. Jackson, Belinda (4. desember 2016). „Cossies Beach, Cocos (Keeling) Islands: Beach expert Brad Farmer names Australia's best beach 2017“. traveller.com.au. Fairfax Media. Afrit af uppruna á 3. desember 2016. Sótt 4. desember 2016.
  9. Bonnor, James (22. ágúst 2016). „Australia appoints Brad Farmer to beach ambassador role“. www.surfersvillage.com. XTreme Video. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. desember 2016. Sótt 4. desember 2016.
  10. „Cocos (Keeling) Islands : Region Data Summary“. Afrit af uppruna á 15. október 2015. Sótt 18. september 2015.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.