Helförin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lík í Nordhausen-fangabúðunum.

Helförin er hugtak sem er notað til þess að lýsa skipulögðum fjöldamorðum á evrópskum gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni. Fjöldamorðin voru liður í áætlun þýskra nasista undir stjórn Adolfs Hitler til þess að útrýma gyðingum. Um 6 milljónir gyðinga fórust í styrjöldinni og stór hluti þeirra í sérstökum útrýmingarbúðum.[1]

Ofsóknir og fjöldamorð nasista jukust í nokkrum stigum. Sett voru lög sem úthýstu gyðingum úr samfélaginu nokkrum árum áður en síðari heimsstyrjöldin braust út. Þegar Þriðja ríkið náði yfirráðum yfir nýju landi í Austur-Evrópu og Rússlandi voru stofnuð sérstök gyðingahverfi til þess að halda gyðingum aðskildum. Sérstakar sveitir þýska hersins myrti mikinn fjölda gyðinga og annarra stjórnmálaandstæðinga nasista innan gyðingahverfanna og annars staðar þar sem þeirra varð vart. Gyðingar í Vestur-Evrópu voru oftast fluttir austur í sérstakar þrælkunarbúðir sem voru reistar víða en flestar í Austur-Evrópu. Skipulagðar útrýmingarbúðir voru teknar í notkun á síðari árum stríðsins.

Afneitun helfararinnar[breyta | breyta frumkóða]

Sumir menn afneita helförinni eða segja hana ekki hafa gerst með þeim hætti sem almennt er viðurkennt. Í mörgum vestrænum ríkjum liggja þungar refsingar við afneitun helfararinnar.

Heiti[breyta | breyta frumkóða]

Íslenska orðið 'Helförin' er yfirsetning á enska orðinu Holocaust. Bandaríski myndaflokkurinn Holocaust (1978), var sýndur í íslenska sjónvarpinu 1980 og hlaut heitið Helförin.[2]

Sem algengt nafnorð á holocaust (úr grísku, 'brennifórn') langa sögu sem orð fyrir fjöldamorð. Fyrir seinni heimsstyrjöldina var talað um möguleikann á öðru stríði sem „önnur holocaust“ (þ.e. endurtekning fyrri heimsstyrjaldarinnar). Með vísan til atburða stríðsins notuðu rithöfundar á ensku frá 1945 hugtakið í tengslum við atburði eins og eldsprengjuárásirnar á Dresden eða Hiroshima, eða áhrif kjarnorkustríðs, þó frá 1950 hafi það verið notað í auknum mæli á ensku til að vísa til þjóðarmorðs nasista á evrópskum gyðingum (eða Judeocide). Seint á áttunda áratugnum varð þjóðarmorð nasista almennt viðurkennd, hefðbundin merking orðsins, þegar það er notað óvönduð og með hástöfum, notkun sem dreifðist einnig til annarra tungumála á sama tíma.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Niewyk, Donald L. The Columbia Guide to the Holocaust (New York: Columbia University Press, 2000): 45.
  2. „Tíminn - Sjónvarp - Hljóðvarp (29.08.1980) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 6. janúar 2022.
  3. Delacampagne, Christian (2006). „Harnessing the Holocaust: The Politics of Memory in France (review)“. Jewish Quarterly Review (enska). 96 (2): 304–306. doi:10.1353/jqr.2006.0003. ISSN 1553-0604.

Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

  • Dean, Martin: Robbing the Jews - The Confiscation of Jewish Property in the Holocaust, 1935 - 1945 (Cambridge University Press, 2008).
  • Lipstadt, Deborah E.: Denying the Holocaust: The Growing Assault on Truth and Memory (Free Press, 2012).

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]