Zlatan Ibrahimović

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Ibrahimović í leik með sænska landsliðinu árið 2012.

Zlatan Ibrahimović (f. 3. október 1981 í Malmö) er sænskur knattspyrnumaður og framherji. Hann er sonur bosnísks föður og króatískrar móður sem fluttu til Svíþjóðar árið 1977.

Ibrahimović hóf ferilinn með heimaliði sínu Malmö FF en hefur síðan spilað með Ajax, Inter Milan, Juventus, FC Barcelona og Paris Saint-Germain. Hann gekk til liðs við Manchester United árið 2016.

Ibrahimović ákvað að segja skilið við sænska landsliðið eftir evrópumótið í Frakklandi árið 2016. Hann spilaði 116 leiki og skoraði 62 mörk með landsliðinu.