Fara í innihald

Yves-Joseph de Kerguelen-Trémarec

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Yves-Joseph de Kerguelen-Trémarec

Yves-Joseph de Kerguelen-Trémarec (13. febrúar 1734 – 3. mars 1797) var franskur landkönnuður og sjóliðsforingi.

Kerguelen-Trémarec fæddist í Landudal, á Bretagne-skaga. Tók hann þátt í sjö ára stríðinu en hlaut takmarkaðan framgang innan hersins.

Fundur Kerguelen-eyja

[breyta | breyta frumkóða]

Árla 1772 var Kerguelen-Trémarec skipaður yfir þriðja franska leiðangrinum í leit að hinu goðsagnakennda Terra Australis með skipin Fortune og Gros Ventre. Leiðangurinn rakst á hinar fjarlægt liggjandi Kerguelen-eyjar norður af Suðurskautslandinu, sunnarlega í Indlandshafi og gerði tilkall til þeirra fyrir hönd Frakklands áður en snúið var til baka til Máritíus.

Ásamt honum í leiðangrinum var náttúrufræðingurinn Jean Guillaume Bruguière. Í skýrslu sinni til konungsins Lúðvíks XV, lagði hann of stórt mat á virði eyjanna. Þess vegna senti konungurinn annan leiðangur með skipunum Rolland og Oiseau, en tókst ekki að finna Terra Australis. Þegar hingað var komið þótti ljóst að eyjarnar væru fáum góðmálmum búin og að mestu til lítils hafandi. Þegar Kerguelen-Trémarec sneri til baka var hann settur í fangelsi. Eyjarnar voru seinna heimsóttar af James Cook, en voru ekki kortlagðar fyrr en 1840 í hinum svonefnda Ross-leiðangri.[1]

Í frönsku byltingunni var svo litið á sem hann væri fórnarlamb gömlu stjórnarinnar og honum var komið aftur fyrir í fyrri stöðu og tók þátt í orrustunni við Groix. Hann lést 1797 sem aðmíráll og herstjóri skipalægisins við Brest.

Ritverk eftir Kerguelen-Trémarec

[breyta | breyta frumkóða]
  • Kerguelen-Trémarec, Yves-Joseph (1796). Relation d'un Voyage dans la Mer du Nord. ISBN 2-84265-129-4.
  • Kerguelen-Trémarec, Yves-Joseph (1796). Relation des combats et des évènements de la guerre maritime de 1778 entre la France et l'Angleterre (franska). Imprimerie de Patris.


Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]