Xenon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Xe)
Jump to navigation Jump to search
  Krypton  
Joð Xenon
  Radon  
Xenon discharge tube.jpg
Efnatákn Xe
Sætistala 54
Efnaflokkur Eðalgastegund
Eðlismassi (við 273 K) 5,9 kg/
Harka Óviðeigandi
Atómmassi 131,293 g/mól
Bræðslumark 161,4 K
Suðumark 165,1 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Gas
Lotukerfið

Xenon er frumefni með efnatáknið Xe og sætistöluna 54 í lotukerfinu. Xenon er litlaust, lyktarlaust og mjög þungt eðalgas og finnst í andrúmslofti jarðar í örlitlu magni. Það var uppistaða eins fyrsta efnasambands eðalgasa sem búið var til.

Þegar xenon er notað í ljósaperu, gefur það frá sér ljós sem er mjög líkt dagsbirtu. Vinsælt er orðið að nota það í aðalljós bifreiða og það er í ljósaperunum sem eru notaðar í Friðarsúlu Yoko Ono í Viðey.

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.