X-gluggakerfið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá X gluggaumhverfið)
Jump to navigation Jump to search
Skjámynd af X-gluggakerfinu án allrar yfirbyggingar.

X-gluggakerfið (oft aðeins kallað X eða X11) er myndrænt viðmót (gluggakerfi) fyrir nettengdar tölvur. Það var upphaflega þróað sem hluti af Athena-verkefninu sem snerist um þróun tölvunets í Massachusetts Institute of Technology árið 1984. Kerfið var nefnt X þar sem það var hugsað sem arftaki annars kerfis, W-gluggakerfisins sem var þróað fyrir stýrikerfið V. X var fyrsta gluggakerfið sem var algerlega óháð bæði stýrikerfi og söluaðila.

X-gluggakerfið er nú aðallega notað á Unix-legum stýrikerfum á borð við Linux og FreeBSD. Apple OS X studdi X11 í útgáfu 10.3 til 10.7 í forritinu X11.app en vísar nú á frjálsa XQuartz verkefnið í staðinn.[1]

Kerfið er hannað sem biðlaraþjónusta þar sem notendaforritin eru biðlarar sem óska eftir tilteknu myndrænu úttaki (glugga) frá X-þjóni (miðlara). X-þjónninn sendir á móti inntaksboð á borð við músahreyfingar, lyklaborðsslátt o.s.frv. aftur til forritsins. X-gluggakerfið er hægt að setja upp þannig að gluggaþjónninn sé á einni vél (t.d. annarri tölvu eða nettengdum prentara) en forritin sem nýta sér hann á annarri vél.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Wikibækur eru með efni sem tengist

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Slivka, Eric (17 febrúar, 2012). „Apple Removes X11 in OS X Mountain Lion, Shifts Support to Open Source XQuartz“. MacRumors. Sótt 23 febrúar 23, 2012.
Wiki letter w.svg  Þessi hugbúnaðargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.