Fara í innihald

William Rehnquist

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
William Rehnquist
Forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna
Í embætti
25. september 1986 – 3. september 2005
Skipaður afRonald Reagan
ForveriWarren E. Burger
EftirmaðurJohn G. Roberts
Dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna
Í embætti
15. desember 1971 – 26. september 1986
Skipaður afRichard Nixon
ForveriJohn Marshall Harlan II
EftirmaðurAntonin Scalia
Persónulegar upplýsingar
Fæddur1. október 1924
Milwaukee, Wisconsin, Bandaríkjunum
Látinn3. september 2005 (80 ára) Arlington, Virginíu, Bandaríkjunum
StjórnmálaflokkurRepúblikanaflokkurinn
MakiNan Cornell (g. 1953; d. 1991)
Börn3
HáskóliStanford-háskóli
Harvard-háskóli
StarfLögfræðingur, dómari
Undirskrift

William Hubbs Rehnquist (f. 1. október 1924, d. 3. september 2005) var bandarískur lögfræðingur og hæstaréttardómari. Rehnquist var 16. forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna. Rehnquist var til hægri í félags- og stjórnmálum og þótti íhaldssamur í túlkun sinni á lögum og stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í lagatúlkun sinni lagði hann mikla áherslu á tíunda viðauka stjórnarskrárinnar sem takmarkar valdsvið alríkisins.

Uppvöxtur og menntun

[breyta | breyta frumkóða]

Rehnquist fæddist í Milwaukee í Wisconsin en óx upp í millistéttarúthverfi Shorewood. Faðir hans, William Benjamin Rehnquist, var pappírssölumaður og móðir hans þýðandi og húsmóðir. Hann gekk í bandaríska flugherinn í seinni heimsstyrjöldinn og gegndi herþjónustu frá 1943 til 1946. Hann tók þó aldrei þátt í neinum bardögum þar sem hann í þjálfun sem veðurathugunarmaður þar til sumarið 1945 þegar hann var sendur til Norður Afríku til að sinna veðurathugunum.

Eftir að hann lauk herþjónustu innritaðist Rehnquist í Stanford-háskóla með fjárstuðningi sem hann fékk þökk sé svokölluðum „G.I. Bill“. Árið 1948 útskrifaðist Rehnquist bæði með BA og MA gráðu í stjórnmálafræði. Árið 1950 innritaðist hann í Harvard-háskóla þar sem hann fékk aðra MA gráðu, að þessu sinni í opinberri stjórnsýslu. Rehnquist innritaðist að nýju í Stanford og útskrifaðist árið 1952 útskrifaðist hann með embættispróf í lögfræði frá Stanford Law School. Rehnquist og Sandra Day O'Connor, sem síðar varð hæstaréttardómari, var í sama árgangi og Rehnquist. Eftir útskrift starfaði Rehnquist um skeið (árin 1952-53) sem aðstoðarmaður Robert H. Jackson, hæstaréttardómara.

Afskipti af stjórnmálum

[breyta | breyta frumkóða]

Frá 1953 til 1969 bjó Rehnquist í Phoenix í Arizona, þar sem hann starfaði sem lögmaður. Á þessum árum var Rehnquist virkur innan Repúblíkanaflokksins og starfaði meðal annars sem ráðgjafi fyrir forsetaframboð Barry Goldwater árið 1964. Eftir að Richard M. Nixon var kosinn forseti Bandaríkjanna 1968 fluttist Rehnquist til Washington þar sem hann starfaði sem yfirmaður (Assistant Attorney General) lögfræðiskrifstofu forsetans (The Office of Legal Councel) frá 1969-1971.

Skipun í Hæstarétt

[breyta | breyta frumkóða]

Þegar John Marshall Harlan II hæstaréttardómari fór á eftirlaun skipaði Nixon Rehnquist sem hæstaréttardómara. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti skipun Rehnquist með 68 atkvæðum gegn 26 þann 10. desember 1971. Rehnquist tók sæti í dómnum 7. janúar 1972. Þegar Warren E. Burger, forseti hæstaréttar, fór á eftirlaun 1986 var Rehnquist skipaður forseti hæstaréttar af Ronald Reagan. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti skipunina með 65 atkvæðum gegn 33. Antonin Scalia var skipaður í sæti Rehnquist.

Rehnquist gegndi stöðu forseta hæstaréttar í nærri 19 ár. Aðeins þrír hæstaréttardómarar hafa gegnt þessari stöðu lengur, þeir John Marshall, Roger Taney, og Melville Fuller.


Fyrirrennari:
John Marshall Harlan II
Dómari við hæstarétt Bandaríkjanna
(1972 – 1986)
Eftirmaður:
Antonin Scalia
Fyrirrennari:
Warren E. Burger
Forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna
(1986 – 2005)
Eftirmaður:
John G. Roberts