Wikipediaspjall:Samvinna mánaðarins
Gagnlítið
[breyta frumkóða]Er ekki kominn tími á að leggja niður samvinnuna? --Jabbi 9. mars 2009 kl. 18:05 (UTC)
- Jú það er spurning að gera það. "Vissir þú..." gengur mjög vel (við ræddum hvort það væri nógu mikill áhugi fyrst), en samvinnan gengur ekki eins vel. --Baldur Blöndal 9. mars 2009 kl. 18:34 (UTC)
- Spurning hvort það sé ekki í lagi að leyfa henni að vera bara þar til einhver vill vekja hana úr dvala? Fer svo sem ekkert fyrir henni og varla færum við að eyða þessum síðum hvort sem er (þ.e. eldri samvinnusíðum). Annars mætti líka alveg leggja til samvinnuverkefnið Endurlífgum samvinnu mánaðarins :) --Cessator 9. mars 2009 kl. 20:48 (UTC)
- Hehe sniðug hugmynd :) en svo er spurning hvort það sé sniðugt að leyfa þessu að halda áfram ef enginn er að bæta við þetta. Lítur ekkert allt of vel út miðað við það að þetta er á forsíðunni. --Baldur Blöndal 9. mars 2009 kl. 21:09 (UTC)
- Það er alltaf hægt að taka þetta af forsíðunni. --Cessator 9. mars 2009 kl. 22:13 (UTC)
- Mér finnst að við ættum að fjarlægja þetta af forsíðunni þar sem það er ótækt að vera með miðjað á hausnum á forsíðunni tengil í þátt WP sem ekki hefur verið snert við í þrjá mánuði en á engu að síður að fjalla um mánaðarlegar áherslur. (Ég sleppi alfarið að greina afköst notenda á sviði samvinnu mánaða ;). Á móti kemur að ef samvinnan verður tekin af forsíðunni eru auknar líkur á því að hún falli einfaldlega í gleymskunnar dá. Hvað er til ráða? Ég hallast helst að því að fjarlægja tengilinn af forsíðunni. --Jabbi 9. mars 2009 kl. 22:26 (UTC)
- Það var einmitt sem ég hafði pælt í. Að engu óbreyttu væri sniðugt að fjarlægja tengilinn en þá væru enn færri sem tækju þátt í þessu verkefni. Málið er að það virðist ekkert benda til þess að það færist eitthvað í líf í það. --Baldur Blöndal 10. mars 2009 kl. 02:58 (UTC)
- Mér finnst að við ættum að fjarlægja þetta af forsíðunni þar sem það er ótækt að vera með miðjað á hausnum á forsíðunni tengil í þátt WP sem ekki hefur verið snert við í þrjá mánuði en á engu að síður að fjalla um mánaðarlegar áherslur. (Ég sleppi alfarið að greina afköst notenda á sviði samvinnu mánaða ;). Á móti kemur að ef samvinnan verður tekin af forsíðunni eru auknar líkur á því að hún falli einfaldlega í gleymskunnar dá. Hvað er til ráða? Ég hallast helst að því að fjarlægja tengilinn af forsíðunni. --Jabbi 9. mars 2009 kl. 22:26 (UTC)
- Það er alltaf hægt að taka þetta af forsíðunni. --Cessator 9. mars 2009 kl. 22:13 (UTC)
- Hehe sniðug hugmynd :) en svo er spurning hvort það sé sniðugt að leyfa þessu að halda áfram ef enginn er að bæta við þetta. Lítur ekkert allt of vel út miðað við það að þetta er á forsíðunni. --Baldur Blöndal 9. mars 2009 kl. 21:09 (UTC)
- Spurning hvort það sé ekki í lagi að leyfa henni að vera bara þar til einhver vill vekja hana úr dvala? Fer svo sem ekkert fyrir henni og varla færum við að eyða þessum síðum hvort sem er (þ.e. eldri samvinnusíðum). Annars mætti líka alveg leggja til samvinnuverkefnið Endurlífgum samvinnu mánaðarins :) --Cessator 9. mars 2009 kl. 20:48 (UTC)
endurvekja Samvinna mánaðarins
[breyta frumkóða]ég ætla að reyna að endurvekja Samvinna mánaðarins því ég held að það getur gert mikið gott og því ekki Andri12 24. ágúst 2009 kl. 19:13 (UTC)
Ég lít svo á að eina raunverulega lausnin sé að auka skilvirkni Samvinnu mánaðarins. Til þess að ná því markmiði hef ég sex tillögur.
1. Að samvinnuverkefni mánaðarins skiptist jafnt á Gáttir Wikipedia til þess að allir finni efni við sitt hæfi.
2. Að sama samvinnuverkefni verði ekki notað tvisvar eða oftar, enda sé það merki um að fáir hafi áhuga á þeirri grein.
3. Mjög góð lýsing á hvað ætti að gera, svo að jafnvel byrjendur geti tekið þátt.
4. Verkaskipting. Samvinna er alltaf einfaldari með verkaskiptingu. Jafnframt samhliða þessu þyrfti að vera aðgengilegur tengill á spjallsíðu, undir samvinnu mánaðarins á síðu Samfélagsgáttar þar sem þessi verkskipting færi fram, til dæmis með nafninu "taka þátt".
5. Reynslan hefur sýnt að listar yfir greinar sem þarf að búa til hafa virkað betur, og ég dreg þá ályktun af því að ef eitthvað þarf að setja upp í flýti þá sé sú lausn betri.
6. Síðast, en ekki síst, þá þarf textinn á samvinnu mánaðarins að vera hvetjandi, en ekki bara benda á hvað þyrfti að gera. Svolítið spurning um smá sölumennsku, en annað ekki.--Snaevar 12. október 2010 kl. 02:03 (UTC)
- Brilljant hugmynd :) en aðalatriðið er að einhverjir sjái sér hag í því að halda þessu úti. Þetta hefur stundum virkað mjög vel eins og dæmin sanna... en oftar illa, það verður að viðurkennast. Ég hef persónulega áhuga á því að samvinna janúarnmánuðar verði í tengslum við ár efnafræðinnar næsta ár. Vona að það fái hljómgrunn. --Akigka 12. október 2010 kl. 03:30 (UTC)
Greinalistar
[breyta frumkóða]Hvernig lýst ykkur á þetta sem ég gerði með samvinnuna í janúar? Ég held að það gæti orðið vænlegt til árangurs með samvinnuna ef við myndum temja okkur það að taka saman svona lista yfir 20-30 mikilvægustu greinarnar um umfjöllunarefnið áður en mánuðurinn hefst og taka stöðuna á þeim. Rauðir tenglar virka hvetjandi til greinaskrifa og svona þrepaflokkun virkjar einhverja löngun í að komast á næsta stig, að gera stubb að aðeins efnismeiri grein eða gera gæðagrein að úrvalsgrein o.s.frv. --Bjarki (spjall) 4. janúar 2013 kl. 23:34 (UTC)