Fara í innihald

Wikipedia:Grein um mig

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þessi síða inniheldur ráð og upplýsingar fyrir einstaklinga sem minnst er á (eða félagasamtök, hóp eða annað sem þeir tengjast nánum böndum) í Wikipediu. Einkum er þessi síða fyrir þá sem þekkja ekki til Wikipediu eða hvernig hún virkar.

Sem stærsti alfræðivefur jarðar þá eru greinar um lifandi fólk mikilvægt efni.

Lesið þetta fyrst

[breyta frumkóða]
Wikipedia-greinar eru skrifaðar af sjálfboðaliðum, ágreiningsmál eru leyst á spjallsíðum viðkomandi greina. Því getur hver sem er breytt greinum en aðrir geta líka vaktað greinarnar og verndað gegn skemmdarverkum. Wikipedia leggur áherslu á nákvæmni í æviágripum, því er hjálp handan við hornið ef þú þarfnast hennar.

Athugið að mestöll hjálp sem veitt er kemur frá sjálfboðaliðum, því er mikilvægt að sýna stillingu, biðja um hjálp ef óvissa ríkir og forðast að áreita þá sem veita aðstoðina.

Stjórnendur geta bannað fólk ef það:

  • hagar sér á óviðeigandi máta samkvæmt reglum Wikipediu
  • reynir að þvinga aðra, hvort sem er með árásum eða hótunum, jafnvel lögfræðilegum
  • sýnir af sér fádæma ókurteisi

Hvernig æviágrip verða til

[breyta frumkóða]

Hver sem er má búa til grein á Wikipediu, innan víðrar skilgreiningar:

  • Almennt efni skal vera ritað á hlutlausan máta, skal ekki brjóta gegn reglunum um það sem Wikipedia er ekki, og vera um markvert efni.
  • Æviágrip lifandi fólks skal vera yfir vafa hafið og ritað með sanngirni og traustar heimildir að leiðarljósi, langt umfram það sem almennar greinar krefjast. Hver sem er má eyða efni í æviágripum sem styðst ekki við heimildir, er illa unnið eða að öðru leyti óviðeigandi fyrir æviágrip. Þar með talið efni sem gefur upp viðkvæmar persónuupplýsingar eins og heimilisfang og viðkvæm málefni eins og kynhneigð og trú (nema slíkt tengist greininni með beinum hætti). Sjá nánar reglur um æviágrip lifandi fólks.

Hver sem er getur breytt grein sem byggð er á framangreindum forsendum. Í sumum tilfellum getur lokaákvörðun komið eftir umræður á spjallsíðu. Greinar eru ritaðar í sameiningu, enginn einn hefur úrslitavaldið fyrir ákveðna grein eða æviágrip. Stundum getur ritrýnin tekið tíma ef um stærri mál er að ræða; einfaldar villur, neikvæðni og rógburð er yfirleitt fljótlegt að lagfæra.

Oft er tekið mark á óskum viðkomandi einstaklings ef málið er umdeilanlegt eða ef efniviðurinn er lítt umtalaður í öðrum heimildum. En stundum eru þær óskir hunsaðar ef það að hlýta þeim myndi stofna í hættu hlutleysi greinar eða rýra verulega gæði hennar.

Að breyta eigin æviágripi

[breyta frumkóða]

Wikipedía hvetur fólk til að sleppa því að skrifa efni um sig sjálft eða um hluti sem það er nátengt. En sjáirðu klára vitleysu á greininni um sjálfan þig (rangar upplýsingar, einhver skemmdarvargur hefur komist í hana, eða einhver önnur vandamál í greininni) máttu þó auðvitað reyna að lagfæra það sjálfur.

Þú getur:

  • Lagt til breytingar eða hafið umræðu á spjallsíðu greinarinnar – Aðrir notendur munu líta þar við von bráðar og reyna að hjálpa til.
  • Breytt greininni sjálfur – Gott er að taka fram á spjallsíðu greinarinnar hvert samband þitt er við viðfangsefnið. Efni sem virðist hlutdrægt eða vísar ekki í neinar heimildir verður líklega fjarlægt.
    • Umdeilanlegt efni um lifandi fólk sem getur ekki heimilda eða er unnið úr vafasömum heimildum skal þegar í stað fjarlægja án umræðna hvort sem um er að ræða æviágrip, aðra grein, spjallsíðu, notendasíðu eða aðra síðu.
    • Fjarlægið efni sem getur ekki heimilda, sem stenst ekki regluna um engar frumrannsóknir, sem byggir eingöngu á útgefnu efni viðkomandi aðila og annað sem stenst ekki reglur Wikipediu.

Hafa ber í huga

[breyta frumkóða]
  • Wikipedia er með reglur um innihald greina, uppbyggingu þeirra og hegðun þeirra sem rita og breyta greinum, einnig á spjallsíðum
  • Sá sem æviágrip er um eða einhver nákominn viðkomandi er sjaldnast hlutlaus og því erfitt fyrir viðkomandi að breyta grein á hlutlausan máta. Einnig getur viðkomandi skort reynslu í að vinna með hugbúnað Wikipediu og upp úr þessu sprottið misskilningur sem getur leitt til banns. Ef ber á slíku skal draga andann djúpt og ræða málin við aðra notendur og stjórnendur og leyfa þeim sem eru reyndari í greinaskrifum að hjálpa þér.
  • Ekki er hægt að verða við hverri bón. Wikipedia er uppflettirit. Ef breyta ætti æviágripum þannig að það þóknaðist viðkomandi þá myndi gildi greinarinnar og Wikipediu í heild skerðast. Hins vegar ættirðu að minnsta kosti að geta ætlast til þess að greinin sé byggð á staðreyndum og áreiðanlegum heimildum, sé ekki í anda sorprita eða slúðurblaða. Greinin ætti að vera alfræðileg.
  • Í sumum tilfellum getur það gerst að tilraun til að hindra birtingu efnis eða til að breyta því valdi því að athygli sé vakin á viðkomandi efni umfram það sem ella hefði verið. Ef þetta gæti valdið slíkri athygli er líklega best að hafa samband með tölvupósti eða halda sig við spjallsíðu viðkomandi greinar.

Að láta í sér heyra

[breyta frumkóða]

Sum hegðun leiðir nær alltaf til þess að aðstoð er veitt. Hér má nefna það að leita sér hjálpar (virðið það að nær allir hér eru sjálfboðaliðar) og spyrjast fyrir um hver getur veitt aðstoðina ef viðkomandi getur ekki liðsinnt þér frekar.

Önnur hegðun getur leitt til verri málaloka. Ritstríð þar sem efni greinar er sí og æ breytt aftur til eigin smekks án umræðu er illa séð, vinna ber með öðrum notendum að efni greina og reynið að komast að samkomulagi. Síendurtekin ritstríð, hótanir, þvermóðska eða síendurteknar breytingar sem samræmast ekki hlutleysisreglunni geta leitt til þess að hinn brotlegi sé bannaður. Þolinmæði gagnvart slíkri hegðun er takmörkuð, jafnvel þó viðkomandi sé að lagfæra til betri vegar. Munið að hafa samband við aðra notendur til að forðast slíkt og stjórnendur ef aðrir notendur sýna af sér þessa sömu hegðun.

Eldri útgáfur greina og leitarvélar

[breyta frumkóða]

Wikipedia geymir innihald eldri útgáfna greina í breytingarskránni. Einungis nýjasta útgáfan er tengd frá leitarvélum líkt og Google sem og í leit innan Wikipediu.

  • Ef eldri útgáfa greinar inniheldur viðkvæmar upplýsingar er hægt að biðja um að þeim sé eytt úr almannasýn. Stjórnendur fylgjast með öllum breytingum á síðum og grípa vanalega inn í innan sólarhrings ef þeir taka eftir grófum brotum svo sem persónuárásum. Þú ættir að sjálfsögðu að eyða persónuárásum og viðkvæmum upplýsingum af síðum þegar þú rekst á þær, en einnig skaltu hafa samband við stjórnanda í gegnum tölvupóst til þess að eyða upplýsingunum úr breytingasögu.
  • Wikipedia getur ekki ráðið innihaldi annarra vefsetra. Sumir vefir geta innihaldið eldri útgáfu af síðu; eðli Internetsins kemur í veg fyrir að hægt sé að meina þeim það. Sumir munu fjarlægja síður gegn beiðni en aðrir ekki.

Væntingar

[breyta frumkóða]

Hvers geturðu vænst

[breyta frumkóða]
  1. Þau mál sem stríða gegn reglunum um æviágrip lifandi fólks eru tekin föstum tökum. Ef vandamálið er augljóst er breytingin yfirleitt gerð samstundis eða fljótlega. Ef málið er flóknara þá þurfa umræður að fara fram.
  2. Ef að wikisamfélagið samþykkir það að þú sért ekki mjög markverður eða aðeins um stundarsakir þá getur þú farið fram á að láta eyða greininni.
  3. Ef þú ert aðeins markverður vegna ákveðins máls eða atviks og ekki að öðru leyti nema vegna hlutverks þíns þar, þá getur verið að grein um málið eða atvikið sé réttari vettvangur fyrir upplýsingar um þig frekar en æviágrip.
  4. Sérhver grein sem tengist þér ætti að vera alfræðileg eðlis og ekki sem blaðagrein, engar upphrópanir eða stílfærsla í texta og rituð aðeins út frá góðum heimildum.

Hvers geturðu ekki vænst

[breyta frumkóða]
  1. Þú getur ekki vænst þess að ritarar á Wikipediu skrifi greinina eftir þínu höfði.
  2. Þú getur ekki vænst þess að þú verðir eini ritstjóri greinarinnar.
  3. Þú getur ekki vænst þess að allir séu sammála þér um mat þitt á sjálfum þér eða efninu sem þér tengist.

Að koma í veg fyrir endurtekningu

[breyta frumkóða]

Wikipedia hefur ýmis ráð til að koma í veg fyrir að sama vandamál komi aftur upp eftir að það er leyst. Það ber að taka það fram að þetta eru traustar aðferðir en ekki endanleg lausn, það er þess virði að skoða greinina við og við til að tryggja það sjálfur.

  1. Samþykki og bæting — þegar að samþykki er um mál eða vandræðakaflar ræddir, þá næst oftast samstaða um þá (nær oftast en ekki alltaf).
  2. Innígrip stjórnenda — ef að vandamálið er annar notandi sem breytir grein til verri vegar í sífellu, þá er hægt að beina erindi til stjórnenda. Það er langbest ef þú getur haldið ró þinni þegar þú tilkynnir vandamálið og hafir þegar reynt að leysa málið með viðkomandi notanda. Það hjálpar stjórnendum að sjá hvar vandamálið liggur og að samþykki liggi ekki fyrir eftir umræður.
  3. Síðuvernd — hægt er að vernda síður á mismunandi máta til að koma í veg fyrir handahófskennd skemmdarverk eða skemmdir framdar undir nafnleysi. Sjaldnast er greinin vernduð til framtíðar en yfirleitt nægir tímabundin verndun á meðan deilur standa yfir.
  4. Eyðingarumræða — síðu, sem fallist hefur verið á að eyða, ætti ekki að búa til aftur nema góð ástæða liggi að baki. Ef síða er endurvakin þannig án umræðna getur það talist sem brot á hegðunarreglum.

Ef ekkert af ofangreindu hefur virkað þá skal hafa samband við Wikimedia Foundation sem rekur Wikipediu.

Wikimedia Foundation Inc.
P.O. Box 78350
San Francisco, CA 94107-8350
United States
Telephone: +1-415-839-6885
Fax: +1-415-882-0495
E-mail:

Persónuvernd sendi okkur árið 2006 leiðbeiningar vegna greina um lifandi fólk, sjá má leiðbeiningarnar hér: Wikipedia:Leiðbeiningar Persónuverndar.

Þess skal þó geta að vefir Wikimedia Foundation eru hýstir í Flórída-fylki í Bandaríkjunum og því gilda lög þar yfir öll skrif á Wikipediu, þessa álits var leitað til að gæta þess að þau brytu ekki í bága við íslensk lög.


Wikipedia samfélagið
Potturinn | Samfélagsgátt | Gátlistinn | Handbókin
Reglur: Hlutleysisreglan | Sannreynanleikareglan | Engar frumrannsóknir |

Æviágrip lifandi fólks | Máttarstólpar Wikipedia | Markvert efni

Önnur stefnumál: Nafnavenjur | Flokkakerfið | Viðhald | Deilumál | Framkoma á Wikipediu
Notendur: Möppudýr | Vélmenni | Hver erum við? | Notendur eftir breytingafjölda | Notendakassar
Annað: Samvinna mánaðarins | Tillögur að úrvalsgreinum | Tillögur að gæðagreinum | Merkisáfangar | Hugtakaskrá