Wikipedia:Grein mánaðarins/12, 2015

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Landsbókasafn Íslands að vetri til.

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn hefur það tvíþætta hlutverk að vera þjóðbókasafn Íslands sem safnar öllu prentuðu íslensku efni og auk þess háskólabókasafn en safnið á stærsta safn fræðirita á landinu. Safnið er bókasafn Háskóla Íslands og því er þjónusta þess við skólann skilgreind með sérstökum samningi. Þess utan er safnið öllum opið. Forstöðumaður safnsins hefur titilinn landsbókavörður.

Safnið var opnað 1. desember 1994 eftir sameiningu Landsbókasafns Íslands og Háskólabókasafns í Þjóðarbókhlöðunni sem stendur á Melunum í Vesturbæ Reykjavíkur nálægt Hringbraut.

Fyrri mánuðir: Guðbrandur ÞorlákssonHannibalKvenréttindi á Íslandi