Fara í innihald

Landsbókavörður Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Landsbókavörður er forstöðumaður Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns. Landsbókasafn Íslands og Háskólabókasafnið voru sameinuð í eitt safn árið 1994 og flutti safnið þá í húsnæði Þjóðarbókhlöðunnar við Arngrímsgötu í Vesturbæ Reykjavíkur. Áður en til sameiningarinnar kom var landsbókavörður forstöðumaður Landsbókasafns Íslands sem var til húsa í Safnahúsinu við Hverfisgötu og háskólabókavörður var forstöðumaður Bókasafns Háskóla Íslands sem var til húsa í aðalbyggingu HÍ.

Mennta- og menningarmálaráðherra skipar landsbókavörð til fimm ára í senn.

Landsbókaverðir

[breyta | breyta frumkóða]
 • 1848–1887 Jón Árnason (Jón var bókavörður Stiftsbókasafnsins frá 1848 til 1881 þar til að safnið breytti um heiti)
 • 1887–1906 Hallgrímur Melsted
 • 1908–1924 Jón Jacobson
 • 1924–1943 Guðmundur Finnbogason
 • 1943–1944 Þorkell Jóhannesson
 • 1944–1964 Finnur Sigmundsson
 • 1964–1994 Finnbogi Guðmundsson
 • 1994–1994 Nanna Bjarnadóttir (frá september til nóvember á meðan gengið var endanlega frá sameiningu Landsbókasafns og Háskólabókasafns)
 • 1994–2002 Einar Sigurðsson (var áður Háskólabókavörður)
 • 2002–2007 Sigrún Klara Hannesdóttir
 • 2007– Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir

Háskólabókaverðir

[breyta | breyta frumkóða]
 • 1940-1945 Einar Ólafur Sveinsson
 • 1945-1974 Björn Sigfússon
 • 1974-1994 Einar Sigurðsson[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
 1. „Landsbókaverðir“, Morgunblaðið, 1. desember 1994 (skoðað 16. janúar 2021)