Wikipedia:Grein mánaðarins/12, 2009

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sólgos.
Sólgos.

Sólin er eina sólstjarna sólkerfisins og massamesta geimfyrirbæri þess. Reikistjörnurnar, þ.á m. jörðin, ganga á sporbaugum kringum sólina, ásamt smástirnum, loftsteinum, halastjörnum og geimryki. Varmi og ljós, sem frá henni stafar viðheldur lífi á jörðu. Sólin er úr rafgasi sem hefur massa í kringum 2×1030 kg og er því nokkuð stærri en meðalstjarna. Um 74% af massa hennar er vetni, 25% helín og afgangurinn skiptist á milli örlítils magns af þyngri frumefnum. Sólin er talin vera um 4,5 milljarða ára gömul og er um það bil komin hálfa leið í gegnum meginraðarferli sitt þar sem kjarnasamruni í kjarna hennar bræðir saman vetni og myndar helín. Eftir um 5,5 milljarða ára mun sólin breytast í hringþoku.