Wikipedia:Grein mánaðarins/09, 2007
Útlit
Hollenska (Nederlands; ⓘ), einnig nefnd niðurlenska, er lággermanskt tungumál sem talað er af u.þ.b. 24 milljónum manna, aðallega í Hollandi og Belgíu. Þær hollensku mállýskur sem talaðar eru í Belgíu eru stundum kallaðar flæmska, og stundum er talað um þær sem sérstakt tungumál, þó sjaldan af mælendunum sjálfum. Hollenska er stundum í daglegu tali kölluð Hollands í heimalandinu, en þessi orðnotkun fer minnkandi.
Fornt handritsbrot á hollensku segir: „Hebban olla vogala nestas hagunnan, hinase hic enda tu, wat unbidan we nu“ („Allir fuglar hafa hafist handa við að byggja hreiður, nema ég og þú, eftir hverju bíðum við nú“). Handritið var skrifað um 1100 af flæmskum munki í nunnuklaustri í Rochester á Englandi.