Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vestmannaeyjar eru eyjaklasi suður af Íslandi, sem samanstendur af 15 eyjum og um 30 skerjum og dröngum. Syðsta eyjan er Surtsey og sú nyrsta er Elliðaey. Heimaey er stærst eyjanna og sú eina sem telst vera byggð, en þar er Vestmannaeyjabær með um 4.200 íbúa.