Wikipedia:Gæðagreinar/Vilmundur Gylfason
Vilmundur Gylfason (fæddur 7. ágúst 1948, látinn 19. júní 1983) var íslenskur stjórnmálamaður, bókmennta- og sagnfræðingur, og skáld. Hann var sonur Gylfa Þ. Gíslasonar og Guðrúnar Vilmundardóttur. Kona Vilmundar var Valgerður Bjarnadóttir og áttu þau fimm börn.
Vilmundur var umdeildur í íslenskri þjóðmálaumræðu enda var hann stóryrtur um það sem hann taldi vera úrelt og spillt flokkakerfi á Íslandi og bitlausa gagnrýni fjölmiðla. Vilmundur starfaði á seinni hluta áttunda áratugsins innan Alþýðuflokksins en sagði sig úr flokknum og stofnaði Bandalag jafnaðarmanna.
Faðir Vilmundar var Gylfi Þ. Gíslason, alþingismaður Alþýðuflokksins, ráðherra og prófessor. Móðir hans var Guðrún Vilmundardóttir, húsfreyja og á tímabili blaðamaður. Vilmundur átti tvo bræður, Þorstein, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, sem er látinn, og Þorvald prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Meðal vina hans á uppvaxtarárunum eru Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður, Ingólfur Margeirsson, blaðamaður og rithöfundur, Þórarinn Eldjárn skáld, Pétur Gunnarsson rithöfundur, Halldór Halldórsson og Sigurður Pálsson skáld.
Lesa áfram um Vilmund Gylfason...