Wikipedia:Gæðagreinar/Morðbréfamálið
Morðbréfamálið var mál sem kom upp undir lok 16. aldar og varðaði nokkur bréf sem komu fram um 1590 og hermdu upp á Jón Sigmundsson lögmann þrjú morð. Bréfin voru til þess ætluð að gera að engu kröfu afkomenda Jóns um eignir hans, sem Gottskálk Nikulásson biskup hafði haft af honum í málaferlum. Þau málaferli vörðuðu meðal annars skyldleika hans og konu hans, og þar með hvort börn hans teldust skilgetin. Eftir siðaskipti var Guðbrandur Þorláksson biskup fenginn til þess af fjölskyldu sinni að endurheimta eignir Jóns Sigmundssonar afa síns. Í fyrstu varð honum vel ágengt, en þegar hann krafðist jarðanna Hóls og Bessastaða í Sæmundarhlíð í Skagafirði lenti hann gegn Jóni Jónssyni lögmanni og frændum hans af Svalbarðsætt. Fram komu fjögur „morðbréf“ sem ónýttu kröfu Guðbrands, en hann varðist með útgáfu svokallaðra morðbréfabæklinga þar sem hann hrekur bréfin og sýnir fram á að þau séu fölsuð. Þessum átökum lauk með því að Guðbrandur hætti embætti sínu og þurfti að lokum að greiða háa sekt fyrir rógburð.
Lesa áfram um morðbréfamálið...