Wikipedia:Gæðagreinar/Karl Popper
Karl Raimund Popper (28. júlí 1902 – 17. september 1994) var austurrísk-enskur vísinda- og stjórnmálaheimspekingur, kunnur fyrir kenningu sína um rannsóknaraðferðir vísindamanna og ádeilu á alræðisstefnu nasista og kommúnista. Hann var einn áhrifamesti heimspekingur 20. aldar.
Popper fæddist í Vínarborg og var af Gyðingaættum. Hann lauk doktorsprófi í heimspeki frá Vínarháskóla 1928 og var gagnfræðaskólakennari í heimalandi sínu 1930-1936. Fyrsta bók hans, Logik der Forschung (Rökfræði vísindalegra rannsókna), birtist 1934. Popper fluttist til Nýja Sjálands 1937, þar sem hann gerðist heimspekikennari í Christchurch. Eftir að stjórnmálarit hans, The Open Society and Its Enemies (Opið skipulag og óvinir þess) kom út 1945 og vakti mikla athygli, varð hann kennari í rökfræði og aðferðafræði vísinda í Hagfræðiskólanum í Lundúnum (London School of Economics) 1946 og prófessor 1949.