Fara í innihald

Wiblingen klaustrið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Wiblingen klaustrið. Á bakvið glittir í klausturkirkjuna.

Wiblingen klaustrið er fyrrverandi klaustur í borginni Ulm í Þýskalandi. Það er notað sem heilbrigðisdeild háskólans í borginni. Bókasalurinn þar er einn fegursti salur Þýskalands.

Saga klaustursins[breyta | breyta frumkóða]

Klaustrið sjálft var stofnað 1093 af greifunum Hartmann og Otto von Kirchberg. Þeir gáfu munkum í Benediktínusarreglunni lítið landsvæði þar sem þeir gátu reist sér klaustur. Klaustrið var vígð 1099. Sama ár gáfu greifarnir klaustrinu viðarflís úr krossi Jesú sem krossfarar komu með til baka úr fyrstu krossferðinni til Jerúsalem (1096-1099). Klaustrið var miðstöð lærdóms í nokkur hundruð ár. Í 30 ára stríðinu voru unnar skemmdir á klaustrinu. Þegar Svíar nálguðust borgina földu munkarnir flísina úr krossi Jesú með því að múra hana í vegg. Þegar stríðinu lauk dóu þeir sem földu flísina úr sótt. Hún týndist því og komu ekki í leitirnar aftur fyrr en mörgum árum síðar. 1701 var klaustrið slitið frá greifunum og sameinað austurrísku kirkjunni. 1714 var hafist handa við að umbreyta klaustrinu í barokkbyggingu. Nokkrar nýjar álmur risu og bókasalurinn frægi var innréttaður. Framkvæmdir stóðu fram eftir öldinni og lauk aldrei formlega. En framkvæmdum var hætt 1744. Þegar Napoleon hertók Ulm 1805 var klaustrið lagt niður. Aðalhúsið varð þá aðsetur Hinriks hertoga af Bæjaralandi næstu árin. Á miðri 19. öld var klaustrinu breytt í herstöð og var þá síðustu húsasmíðum lokið. Húsin voru notuð sem herstöð allt til loka heimstyrjaldarinnar síðari 1945. Þá voru þau notuð sem gististaður fyrir flóttamenn. Í dag er klausturkirkjan aftur í notkun sem kaþólsk kirkja. Klausturhúsin er hins vegar notuð af heilbrigðisdeild háskólans í Ulm. Suðurálman er elliheimili. Klausturkirkjan og bókasalurinn eru opin fyrir almenning.

Gallerí[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Kloster Wiblingen“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt janúar 2010.