Toyotomi Hideyoshi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Toyotomi Hideyoshi

Toyotomi Hideyoshi (豊臣 秀吉 á japönsku) (17. mars 1537 – 18. september 1598) var valdamikill lénsherra (daimyo), stríðsherra, hershöfðingi, samúræi og stjórnmálamaður á Sengoku-öldinni í Japan.[1] Hann er talinn annar sameinari Japans[2] á eftir Oda Nobunaga, fyrrverandi lénsherra sínum. Hideyoshi tók við af Nobunaga og batt enda á tímabil hinna stríðandi ríkja í Japan. Valdatími hans er kallaður Momoyama-tímabilið í höfuðið á kastala Hideyoshi. Völd Hideyoshi döluðu nokkuð vegna misheppnaðra innrása á Kóreuskaga sem hann stóð fyrir á árunum 1592–98. Eftir dauða hans var syni hans, Toyotomi Hideyori, hrint frá völdum af Tokugawa Ieyasu.

Hideyoshi setti mark sitt á japanska menningu. Meðal annars setti hann lög um að aðeins samúræjar mættu bera vopn. Hann fjármagnaði byggingu og endurbyggingu fjölda hofa sem standa enn í Kýótó. Hann spornaði einnig við útbreiðslu kristni í Japan og lét krossfesta tuttugu og sex kristna Japani árið 1597.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Nussbaum, Louis-Frédéric. (2005). "Ōmi", Japan Encyclopedia, bls. 993–994.
  2. Richard Holmes, The World Atlas of Warfare: Military Innovations that Changed the Course of History, Viking Press 1988. p. 68.