Víðiryðsveppur
Útlit
(Endurbeint frá Víðiryð)
Víðiryðsveppur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Gular skellur víðiryðs á neðra borði víðiblaðs.
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Melampsora epitea |
Víðiryðsveppur (fræðiheiti: Melampsora epitea) eða víðiryð[1] er sveppategund sem sníkir á víðitegundir og er mjög algengur á Íslandi. Tvö afbrigði af sveppinum finnast á Íslandi, S. epitea var. epitea og var. reticulatae, bæði í miklum mæli.[2]
Lífsferill og hýslar
[breyta | breyta frumkóða]Víðiryð er mishýsla og myndar pelagró og skálgró á steinbrjótum, aðallega á mosasteinbrjóti og þúfusteinbrjóti[1] en er einnig skráð á vetrarblómi, lækjasteinbrjóti og gullsteinbrjóti.[2]
Víðiryð myndar ryðgró og þelgró á öllum íslensku víðitegundunum, grasvíði, loðvíði, fjallavíði og gulvíði. Það myndar áberandi gula eða rauðgula bletti á blöðunum, einkum á neðra borði, eftir því sem líða tekur á sumarið.[1] Þelgró myndast á víðinum þegar haustar.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 Helgi Hallgrímsson. 2010. Sveppabókin. Skrudda, Reykjavík. ISBN 978-9979-655-71-8
- ↑ 2,0 2,1 Helgi Hallgrímsson & Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (2004). Íslenskt sveppatal I - smásveppir. Geymt 17 október 2020 í Wayback Machine Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun Íslands. ISSN 1027-832X
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Víðiryðsveppur.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Melampsora epitea.