Þelgró

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tveggja frumu gró tegundarinnar Gymnosporangium globosum

Þelgró (teliospore eða teleutospore) á við um sérhæfð gró sveppa, til dæmis sumra ryðsveppa (Uredinomycetes) og brandsveppa (Ustilaginomycetes). Þelgró hafa þykka frumuveggi sem auðveldar þeim að liggja í dvala í langan tíma. Grókólfur vex út úr þelgrói þegar það spírar.

Útlitseinkenni[breyta | breyta frumkóða]

Þelgró eru samansett af einni, tveimur eða fleiri tvíkjarna frumum.

Þelgró eru gjarnan dökkleit og með þykka frumuveggi, sérstaklega meðal tegunda sem leggjast í dvala yfir vetur. Ættkvíslin Puccinia einkenndist áður ef tvífruma þelgróum en það greiningareinkenni er ekki notað lengur.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.