Virgin Atlantic
Virgin Atlantic | |
Rekstrarform | Almenningshlutafélag |
---|---|
Stofnað | 22. júní 1984 |
Staðsetning | London Heathrow-flugvöllur London Gatwick-flugvöllur |
Lykilpersónur | Richard Branson, forstjóri |
Starfsemi | Ferða- og flugþjónustufyrirtæki |
Vefsíða | www.virgin-atlantic.com |
Virgin Atlantic Airways Limited (starfar sem Virgin Atlantic) er breskt flugfélag sem var stofnað 1984 af Richard Branson. Flugfélagið fékk Vickers vélar, Airbus A320 og Boeing 737. Virgin Atlantic fékk Boeing 747 og Airbus A340 í stað Vickers vélana, Airbus A320 og Boeing 737. Flugfélagið kaupir Boeing 787 og Airbus A380.
Flugfélagið er í eigu Virgin Group (51%) og Singapore Airlines (49%). Höfuðstöðvar Virgin Atlantic eru í Crawley, Vestur-Sussex, Englandi sem liggur við London Gatwick-flugvöll.
Virgin Atlantic flýgur milli Bretlands og Bandaríkjanna, Karíbahafsins, Afríku, Austurlanda nær, Asíu og Ástralíu. Flest flug eru frá London Gatwick eða London Heathrow-flugvelli. Árið 2009 flutti Virgin Atlantic yfir 5,77 milljónir farþega og hagnaðist um 68,4 milljónir breskra punda.