Fara í innihald

Viking Club, Leeds

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

The Viking Club var klúbbur textafræðinga og sagnfræðinga við Háskólann í Leeds, sem sérhæfðu sig í norrænum og germönskum fræðum. Klúbburinn var stofnaður skömmu eftir 1920, af Eric Valentine Gordon og J. R. R. Tolkien þegar þeir voru prófessorar í Leeds (1920–1925). Á „fundum“ hittust stúdentar og kennarar til að lesa Íslendingasögur á frummálinu og drekka bjór á óformlegan hátt. Klúbbfélagar tóku gjarnan lagið og ortu söngtexta á fornensku, gotnesku, forníslensku og öðrum fornum germönskum tungumálum. T.d. var lagið „Twinkle, twinkle little star“ sungið undir fornenskum texta eftir Tolkien. Úrval af þessum kveðskap birtist 1936 í bókinni Songs for the Philologists, sem er afar fágæt, því að megnið af upplaginu eyðilagðist í eldi (aðeins 14 eintök eru til).