Fornnorræna
Útlit
(Endurbeint frá Forníslenska)
Fornnorræna eða einfaldlega norræna[1] (áður fyrr norrœnt mál eða dǫnsk tunga) er germanskt tungumál sem talað var í Skandinavíu, Íslandi, Færeyjum, hlutum Bretlandseyja, Grænlandi, Normandí og hluta Rússlands á árunum frá því u.þ.b. 800 til 1400.
Í bláupphafi Heimskringlu, eftir Snorra Sturluson, er talað um danska tungu, og er þá átt við það tungumál sem síðar var farið að kalla norrænu:
- Í bók þessi lét eg rita fornar frásagnir um höfðingja þá er ríki hafa haft á Norðurlöndum og á danska tungu hafa mælt, svo sem eg hefi heyrt fróða menn segja, svo og nokkurar kynkvíslir þeirra eftir því sem mér hefir kennt verið.
Breytingar
[breyta | breyta frumkóða]- Í frumnorrænu lengjast sérhljóð þar sem brottfall verður á samljóðum á n, m, h, w og þ, t.d. *maþla verður að mál[2]
- á 7. og 8. öld hverfa forskeyti sagnorða sem enn þekkjast í þýska -ge
- á 9. öld hefjast samlaganir -nk- → -kk- , -nt- → -tt- og -mp- → -pp- í vestur-fornnorrænu (sbr enska: brink, íslenska: brekka; enska: think, íslenska: þekkja, enska: thank, íslenska: þakka, enska: kamp, íslenska: kapp, drekka, sökkva). Þessar samlaganir gerast stundum síður í austnorrænu sbr. t.d. ökkli & ekkja
- á 7. 8. og 9. öld er brottfall á -j, -v og -w í framstöðu, úlfur, óður, Óðinn, ár, ungur, leita (gottneska wleitan), rata (gottneska wraton), reiði, rétt, rangt, rita, ull, ósk(a).[heimild vantar]
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]- Norræn tungumál (norðurgermönsk tungumál)
- Íslenska
- Rúnir
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Orðabók Háskólans“. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. júlí 2011.
- ↑ Íslensk orðsifjabók bls xiv